Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 46
in P'áll og Margrét, sem byrjuðu búskapinn á Keldunúpi bjartsýn og
vonglöð hafa döpur í huga yfirgefið ættarbyggð og haldið á ókunn-
ar slóðir.
Það var mikið fyrirtæki og áhættusamt að flytja með stóra fjöl-
skyldu sunnan af Síðu og austur í Hornafjörð. Torfærurnar getur
hver og einn hugsað sér, sem horfir á Islandskort og les nöfn stór-
ánna á þessari leið, hafandi í huga að allar eru þær óbrúaðar á þess-
um tíma.
Mér er ekki fullkunnugt um hvað olli því að vera þeirra Páls og
Margrétar á Hólum varð ekki lengri en raun varð á, en þó mun hafa
valdið nokkru og ef til vill öllu um flutninga þeirra þaðan, að hinn
ágæti klerkur, séra Páll í Þingmúla frændi Páls Þorsteinssonar, vildi
fá nafna sinn fyrir ráðsmann.
Það var því að hans ráði, að vorið 1886 taka þau Páll og Margrét
sig enn upp og flytjast austur í Skriðdal. Ekki varð af því að Páll
gerðist ráðsmaður í Þingmúla, hvað sem því kann að hafa valdið.
Fóru hjónin í Litla-Sandfell, og fylgdi þeim Dagný litla, en hin
fóru í vistir í ýmsa staði. Voru þau öll vel gefin, þroskamikil og
dugleg.
Ekki varð þeim langdvalar auðið í Litla-Sandfelli, og hófst nú
tímabil sem hlýtur að hafa verið þeim erfitt, sífelldir hrakningar
bæ frá bæ í Skriðdal, Fljótsdal og Fellum. Séra Páll var þeim jafn-
an innanhandar, en gat þó ekki þau fjögur ár sem hann átti ólifuð
eftir að þau komu austur á Hérað tryggt þeim varanlegan samastað.
Er sagt að hann hafi ætlað þeim vissa jörð sem hann átti ráð á og
þar sem þeim hefði getað liðið vel, en þurft á henni að halda handa
manni sem hann hafi fengið til að gangast við einu af sínum mörgu
óskilgetnu börnum. Það lítur því út fyrir að sá merki maður hafi
orðið orsök í öllum brakningum þessarar blessuðu fjölskyldu.
Frá Litla-Sandfelli fóru þau eftir tvö ár að Eyrarteigi og voru
þar eitt ár. Þá að Geirólfsstöðum eitt ár. Þaðan fóru þau aftur í
Litla-Sandfell og voru nú tvö ár þar. Næst voru þau eitt ár á Val-
þjófsstað hjá séra Sigurði Gunnarssyni og Soffíu Einarsdóttur
konu hans, og þar var þá líka vinnumaður Páll sonur þeirra.
Séra Sigurður fluttist vestur í Stykkishólm 1894, og þá fóru þau
Páll og Margrét að Krossi í Fellum. Þar andaðist Páll það sama ár.
44 MÚLAÞING