Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 48
Var hún á fjölda morgum bæjum á HéraSi viS vefnaS. Salúnsofnu
teppin hennar voru yfir mörgum og sums staSar öllum rúmum í
fjölda mörgum baSstofum á HéraSi. ÞaS var hlýleg og jafnframt
fögur sjón aS líta hiS fjölbreytta litaval. Einnig óf Margrét mikiS
af millipilsaefnum sem voru mjög eftirsótt, margbreytileg aS litum
og gerSum. Þá óf hún og svuntudúka og milliskyrtuefni ýmist
röndótt, rúSótt eSa stykkjótt, svo og kjóla- og sængurveraefni. Hún
óf einnig sokkabönd, prjónaSi íleppa og slyngdi utan um, einnig
sólaleppa af sérstakri gerS. Allt var þetta mj ög vel gert, og dugnaS-
urinn frábær. — „Mér líSur aldrei eins vel eins og þegar ég hef svo
mikiS aS gera aS ég sé ekki út yfir þaS,“ sagSi hún oft. Betur aS
sem flestir væru þannig gerSir.
Margrét tók mikiS af vefnaSi heim á seinni árum. Einnig vann
hún sj álf í mörg teppi sem alltaf var veriS aS panta hj á henni. Lit-
aSi hún þá sjálf bandiS. Var þaS erfitt verk fyrir svo aldraSa konu
og fatlaSa aS auki eins og áSur sagSi.
Eg sem þessar línur pára ólst upp á Krossi. Átti ég því kost á því
aS kynnast Margréti og vinnubrögSum hennar frá því ég fyrst man
eftir mér. Var þaS bæSi ánægjulegt og lærdómsríkt. Eftir því sem
árin liSu fékk ég áhuga fyrir störfum hennar og fór aS hjálpa henni
viS þau eftir því sem mínir veiku kraftar leyfSu. Þóttist ég mikil
manneskja þegar ég fór aS hjálpa henni viS aS lita handiS. Þá
settum viS pott á hlóSir. Ég sótti eldiviS út hjá fjárhúsunum og
vatn fram í brunn, en Margrét kveikti upp, hitaSi vatniS, setti litar-
efniS í og dýfSi hespunum í pottinn. HrærSi hún alltaf í meSan á
lituninni stóS. Síðan voru hespurnar færðar upp eins og þegar þveg-
in er ull, síðan skolaðar og hengdar til þerris. Var þá litur þeirra
orðinn blár, grænn eSa rauSur o. s. frv. því bandiS átti að fara í
rendur á salúnsteppum. A svona kvöldum lagðist gamla konan til
hvíldar þreytt og ánægð.
Frá þessu er sagt til aö benda á hve mikið verk það var að koma
upp einni salúnsofinni ábreiðu. Enginn veit nú, aS ég hygg, hve
margar slíkar ábreiður Margrét á Krossi óf á sinni tíð á Héraði.
Einhverja tugi gizka ég á. Hitt veit sjálfsagt heldur enginn í hve
margar þeirra Margrét vann sjálf að einhverju eða öllu leyti. Þess
skal getið hér, að Margrét vann í giftingarföt Páls sonar síns og
46
MÚLAÞING