Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Qupperneq 52
GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON, ÞVOTTÁ
Hart leikinn prestur
„Hann var settur af embætti af landshöfðingja Magnúsi Stephensen eftir
ti'lögum biskups veturinn 1890 til bráðabirgða, og var hann að öllu leystur frá
embætti 9. október 1890 frá 15. s. m. án eftirlauna. Skyldi það vera, þar til
hann yrði annað hvort sviptur embætti til fulls með konungsúrskurði eða
fullnaðardómur gengi í máli hans, og var það fyrir megna drykkjuskapar-
óreglu, en sr. Stefán kaus heldur að segja af sér eftirlaunalaust en að láta
sækja sig til embættismissis." (— Aður óprentuð frásögn úr Prestaævum Sig-
hvats Borgfirðings um embættismissi séra Stefáns Sigfússonar á Hofi í Alfta-
firði).
Séra Stefán Sigfússon og fólk hans
Séra Stefán Sigfússon var fæddur á Valþjófsstað 9. júlí 1848. Foreldrar hans
voru Sigfús Stefánsson bóndi þar og síðar á Skriðuklaustri, prófasts á Val-
þjófsstað Arnasonar prófasts á Kirkjubæ Þorsteinssonar — og kona hans, Jó-
hanna Sigríður dóttir Jörgens Kjerúlfs héraðslæknis.
Séra Stefán gekk í Reykjavíkurskóla og varð stúdent þaðan 1871, en kandí-
dat úr prestaskólanum 1874.
Hann var prestur í 16 ár, fyrst sex ár á Skinnastað, svo önnur sex á Skútu-
stöðum og fjögur á Hofi, 1886—1890. Honum var veittur Skinnastaður og
Garður í Kelduhverfi 27. ágúst 1874, vígður 30. sama mánaðar, Mývatnsþing
23. ágúst 1880, Hof í Álftafirði 29. maí 1886, en þjónaði þó Mývatnsþingum
fardagaárið 1886—1887, vikið frá embætti 8. febrúar 1890, leystur frá embætti
9. október sama ár. Hann var bóndi að Hofi í Alftafirði 1890—1891, á Hamri í
Hamarsfirði 1891—1894, á Klyppsstað í Loðmundarfirði til 1897, á Snotru-
nesi í Borgarfirði 1897—1898, á Bakkageröi í Borgarfirði 1898—1901, en fór
þá til Vesturheims, dvaldi í Winnipeg síðan og andaðist þar 15. desember 1906.
Kona séra Stefáns var Malena Pálína (f. 8. nóv. 1851) Metúsalemsdóttir
bónda í Hamragerði og víðar, Sigurðssonar, Guðmundssonar sýslumanns í
Krossavík, Péturssonar — og Guðrúnar Skúladóttur, en Guðrún var systir
Björns Skúlasonar umboðsmanns Skriðuklaustursjarða og föður Ragnhildar
50
MULAÞING