Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 58
komst á kranann lijá verzluninni hafi lystin orSið yfirsterkari og
sjálfsafneitun ekki dugað, og þá hafi hans verri maður komið í
ljós. Það er að sjá að Alftfirðingar hafi átt kost á því að skrifa nöfn
sín á kæruskjalið, samanber þá sem það gerðu, sem þó voru ekki
nema tveir, bændurnir á Melrakkanesi, Guðmundur og Björn. Þeir
bera það fyrir rétti að þeir hafi séð prest drukkinn, en aldrei við
embættisverk, og hafi þó oft verið við messu hjá honum og önnur
prestsverk; líka hafi hann oft komið á þeirra heimili og ávallt verið
prúður. Guðmundur ber fyrir réttinum að hann hafi ekki lesið
kæruskjalið. Þeir Lárus í Papey og Jón í Borgargarði komu með
kæruskjalið til hans, og bað hann Jón að undirrita það fyrir sig.
Kæruskjalið var að vísu aldrei upplesið fyrir honum, en Lárus sagði
honum aðalinntakið ,og er þess nánar getið í prófunum. Líkt var
um Björn; hann mun hafa skrifað undir í búðinni á Djúpavogi.
Þannig mun vera ástatt um fleiri. Þeim var sagt innihald skjalsins
eða það sem þeir vildu að fólk vissi úr því, en ýmsir handsöluðu
undirskrift sína og sumir úti á víðavangi segir í prófunum, og tekið
fram, að ef þessir kærupóstar væru sannir eða sakir sem á prest væru
bornar, þá leyfðu þeir að skrifa nafn sitt á kæruskjalið.
Það vekur athygli að heimilin í Hamarsdalnum koma ekki nærri
þessum kærumálum, nema heimilið að Hamri, en eru þó í Hálssókn.
Orsökin er efalaust sú að Antoníus á Hamri er staddur í Borgar-
gerði þegar átökin þar urðu sem mest, og í þeim lenti Antoníus á
móti presti. Því hefur prestur ekki átt gott með að gleyma og sýndi
því Antoníusi ertingar síðar.
Ég segi ekkert um það, að fólk hér í Hofssókn hafi beint saknað
séra Stefáns og hans fólks er það flutti héðan — eða var hrakið
héðan — mikið fyrir ofstæki einstakra ráðamanna í Hálssókn.
Ég hygg að mörgum hafi fundizt þesar árásir þar í eystri sókn-
inni að mörgu leyti ómaklegar, lítt sannaðar og ómannlegar. Séra
Stefán hafði stóra fjölskyldu og ekki að neinu að hverfa. Það var
víst ekki neitt einsdæmi með hann. Prestar voru margir drykkfelldir
á þeim árum. Auðvitað var það löstur. En fæstir voru víst sóttir
jafnharkalega til saka og séra Stefán. En hann var harður í horn að
taka og þannig skapi farinn að láta hart mæta hörðu þar sem við
56
MÚLAÞING