Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 61
ViS jarðarför gamallar heiðvirðrar konu í Hálsþinghá í sumar
sem leið var hann t. d. svo drukkinn, að hann gat vart staðið á fót-
unum. Ættingjar hinnar látnu ætluðust til, að líkræða væri haldin
yfir henni, eins og vandi er til, en urðu að hætta við það, þar eð
prestur var svo drukkinn, að hann hvorki gat talað skiljanlega, né
heldur þótti óhætt um, að hann ekki dytti ofan í gröfina. 011 lík-
ræðan var því fólgin í fáum orðum, sem öllu heldur voru til þess að
særa tilfinningar hinna eftirlifandi en þeim til gleði, svo sem að
þeir hefðu ekkert að syrgja, þar eð hin dána hefði hvorki átt auð
né virðingu að fagna í veröldinni.
Síðastliðið haust átti séra Stefán að skíra tvö hörn sitt á hvorum
bæ í Hálsþinghá. Hafði hann skipað svo fyrir, að bæði börnin
yrðu skírð á öðrum bænum, en þegar þangað kom, var prestur orð-
inn svo drukkinn, að þegar allt var tilbúið, byrjaði hann að fljúgast
á við heimamenn, og við þær ryskingar varð konan, sem lá á sæng,
svo hrædd, að hún veiktist upp aftur og lá lengi á eftir. Þegar fólkið
sá, að ekki mundi verða af barnaskírninni í það skipti, var farið
með prest í næsta bæ til að láta hann sofa úr sér, og aðkomufólkið
fór með sitt barn burtu. Seint um kvöldið komst prestur aftur á
flakk og skírði þá barnið, sem heima var. Þegar það var búið, rauk
prestur á hinn bæinn, og var fólk þá háttað þar, en prestur reif það
upp og kvaðst endilega vilja skíra þá þegar, því hann hefði lofað
sér út á Djúpavog um kvöldið. Fólkið fór svo á fætur, og var þá
barnið skírt, og prestur komst út á Djúpavog nógu snemma til
þess að verða boðsletta í dansveizlu, sem nokkrir menn héldu þá um
kvöldið á öðru veitingahúsinu, og drakk hann sig þar svo fullan í
annað sinn þann dag.
Hvað barna uppfræðslu snertir, hefur séra Stefán sýnt sérstaka
óreglusemi. Fermingarbörn hafa verið yfirheyrð einu sinni og
tvisvar á vetri, og á stundum hefur yfirheyrslan verið að miklu leyti
innifalin í því, að presturinn hefir legið drukkinn uppi í rúmi og
jafnvel sofið, meðan börnin hafa lesið. Húsvitjanir getum vér ekki
talið, að hér hafi átt sér stað, því vér getum ekki talið það húsvitjun,
þó presturinn stefni saman börnum vorum á veitingahúsin til þess
þar að yfirheyra þau, stundum hálfdrukkinn, stundum aldrukkinn.
Messugjörðir í Hálskirkju, sem er annexíukirkjan, hafa farið í
MULAÞING
59