Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 62
mjög mikilli óreglu, því prestur hefur ekki komið á tilteknum messu-
dögum, heldur einhvern messudag þar á eftir, og hefur því oft svo
farið, að engir hafa getað komið til kirkju. Messufall hefur orðið
og presturinn oftast lent á öðru hvoru veitingahúsinu á Djúpavogi
og drukkið sig þar út úr.
I eitt skipti voru nokkrir menn á leið til kirkju, en prestur mætti
þeim og snöri þeim aftur af þeirri ástæðu, að veðrið væri of kalt
til að messa, fór síðan sjálfur út í veitingahús og var þar, það sem
eftir var dagsins við drykkju.
Að öðru leyti hefur séra Stefán frá því fyrsta hann kom hér í
sókn sýnt sig sem framúrskarandi drykkjumann og slarkara. Hann
hefur við mörg tækifæri skammað sóknarbörn sín óhæfilegustu
skömmum, bæði einstaka menn og söfnuðinn allan. Hann hefir í veit-
ingahúsunum hér verið í drykkjuslarki og áflogum bæði við útlenda
sjómenn og aðra, og hann hefir í híbýlum annarra sóknarbarna flog-
izt á í illu, svo menn hafa átt hendur sínar að verja fyrir honum,
og í eitt skipti kvað svo ramt að þessu, að menn sáu ekki annað
fært en binda hann. Hann hefur haft í frammi hið versta orðbragð
sem hugsazt getur, hótar mönnum að drepa þá og fleira því um líkt,
og verðum vér einnig af þeim sökum að álíta hann óhæfilegan prest.
Þar eð vér af öllum framanskrifuðum ástæðum verðum að álíta
séra Stefán Sigfússon algerlega óhæfan prest handa oss eða nokkr-
um öðrum söfnuði, finnum vér oss knúða til að æskja þess, að þér,
háæruverðugi herra, sendið þessa kæru vora til hinna háu stiftyfir-
valda, og krefjumst vér jafnframt hér með, að þau láti hefja rann-
sókn gegn séra Stefáni, og finnist hann sekur í þessum sökum, sem
vér hér höfum fram tekið, að hann verði þá dæmdur frá prestskap.
Yér viljum enn fremur taka það fram, að vér erum fastráðnir í því
að nota ekki hér eftir séra Stefán sem prest, nema við þau prests-
verk sem óumflýjanleg eru. Mót von vorri ekki verði tekið tillit til
þessarar kæru vorrar, munum vér nota hver þau önnur ráð, sem
landslög leyfa oss lil þess að þurfa ekki að hafa hann fyrir prest
eftirleiðis.
60
I Háls- og Hofssóknum í marzmánuði 1889.
Virðingarfyllst.
MULAÞING