Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Qupperneq 65
Liðveizla við prest
Kæran frá sóknarbörnum séra Stefáns var einnig send prófastin-
um, séra Jónasi P. Hallgrímssyni, sem segist hafa fengið hana í
hendur 9. apríl þ. á.
Prófastur sendi séra Stefáni hana til umsagnar, og hinn síðar-
nefndi ritaði langa umsögn eða svar dags. 9. maí 1889 að Hofi.
Jafnframt lét hann fylgja fjölda vottorða, sem hann hafði aflað sér
í þeim tilgangi að hnekkja kærunni. Yoru sum þessara vottorða frá
sama fólki og skrifað hafði — eða leyft að nöfn sín væru sett —
undir kæruskjalið, en gengu í gagnstæða átt, Stefáni til lofs. Yott-
orðin voru geysimörg, og rita undir þau hvorki meira né minna
en yfir 100 manns. Fara hér á eftir nokkur sýnishorn þessara vott-
orða:
„Til prófastsins í Suður-Múlaprófastsdæmi.
Af gefnu tilefni vottum vér undirskrifaðir hér með, að sóknar-
prestur vor, séra Stefán Sigfússon á Hofi, hefur aldrei þann tíma,
sem hann hefur þjónað hér að Hofi, framið nokkurt prestsverk svo
drukkinn, að honum bess vegna hafi skjátlazt á nokkurn hátt í emb-
ættisverkum sínum.
Sömuleiðis vottum vér það, að hann hafi messað og boðið
messu, þó sárafáir hafi til kirkju komið. Við messugjörð hér á Hofi
höfum vér aldrei séð hann svo mikið sem hreifan af víni. Vér lýs-
um því enn fremur yfir, að vér erum ánægðir með gjörðir hans að
því er prestsskap hans lýtur.
í Hofsókn 31. marz 1889.
Jón P. Hall, Jón Árnason, Björn Björnsson, Sigurður Björnsson,
Sigurður Jónsson, Jón Björnsson, Ásmundur Jónsson, Gísli Sigurðs-
son, Antoníus Antoníusson, Jón Jónsson, Guðni Eiríksson, Guð-
mundur Einarsson, Þorsteinn Jónsson, Ragnheiður Stefánsdóttir,
Sigurður Jónsson, St. Guðmundsson, Brynjólfur Jónsson, F. J.
Malmqvist, Árni Antoníusson, Jón Antoníusson, Á. Þorvarðarson,
Guðmundur Jónsson, Guðmundur Eyjólfsson (handsalað).“
MULAÞING
63