Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Qupperneq 66
Einnig í Hálssókn kom í Ijós aó ýmsir fóru að naga sig í hand-
arbökin eftir að hafa sett nöfn sín undir kæruskjalið, og er hér
lítils háttar sýnishorn frá fólki þar, sem skrifaði undir það:
„Með því vér hér undirskrifaðir erum sáttir við prest vorn að
fullu og við höfum ekkert út á hann að setja hvorki í prestsverkum
hans eða framkomu hans þar fyrir utan meðal vor, og þykir fremur
koma til hans sem prests heldur en hið mótsetta, þá afturköllum
vér hér með nöfn okkar á kæru þeirri yfir honum, sem vér höfum
leiðzt til að skrifa undir, með því vér viljum ekkert með hana hafa.
Hálsi og Hamri 3. apríl 1889.
Sigurður Jónsson, Guðlaug Einarsdóttir, Sigurður Asmundsson,
Jón Gíslason, Strýtu, Sigríður Jónsdóttir, Eyjólfur Jónsson, Sigur-
björg Einarsdóttir Kambshjáleigu, Sigurður Antoníusson, Björn
Antoníusson, Einar Einarsson Hlíðarenda.“
Þá er hér enn sýnishorn frá einum þeirra, sem stóðu að samn-
ingu kæruskjalsins:
„Til að taka af öll tvímæli um það, hvaða meining hafi legið
í því, að ég skrifaði undir skjal það, sem margir Geithellnahrepps-
búar hafa skrifað undir og almennt er skoðað hér sem kæruskjal
gegn prestinum, séra Stefáni Sigfússyni á Hofi, votta ég það hér með,
að ég tók það skýrt fram áður en ég skrifaði undir skjalið sem
margir fleiri, að ég bæri ekki þær sakir, sem skjalið nefnir, upp á
prestinn, heldur hitt, að honum væru bornar þær sakir af sérstökum
mönnum.
Hins vegar votta ég, að ég þekkti ekkert til, að presturinn sé sek-
ur í neinum af aðaláburðum á hann í skjalinu, ég hef aldrei séð
hann drukkinn við prestsþjónustu, ekki heyrt hann guðlasta né vera
blótsaman, ekki orðið var við, að hann væri þrefsamur, aldrei séð
hann í ryskingum, aldrei heyrt hann brúka hótunaryrði. I fram-
gangi sínum og í viðkynningu við mig persónulega hefur hann
komið fram sem lipurmenni kurteislega, verið eftirgefanlegur og
umburðarlyndur með skuldaviðskipti, umtalsgóður um sóknarbörnin
og sáttgjarn við þá, sem verið hafa í deilum við hann.
Veitingahúsinu Lundi 3. apríl 1889.
Haraldur 0. Briem.“
64
MULAÞING