Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 67
Yfirlýsing til landshöfðingjans í Reykjavík. — Út af kæruskjali
því sem sóknarmenn í Hálssókn sömdu á séra Stefán Sigfússon, þar
sem þeir harðneita að þiggja nokkur prestverk af téðum presti
vegna drykkjuskapar, héldu allir heimilisfeður í Hofssókn með sér
fund og sömdu yfirlýsingu til iandshöfðingja þar sem þeir lýstu
yfir að þeir teldu séra Stefán ekki hafa brotið af sér að þeirra áliti,
neitt það sem hneykslunarvert gæti talizt, að hann hafi aldrei unnið
prestverk drukkinn og aldrei hagað sér öðruvísi en skikkanlega.
Undir þetta rita eftirtaldir heimilisfeður:
1. Jón P. Hall Starmýri, 2. Jón Arnason Þvottá, 3. Stefán Guð-
mundsson Starmýri, 4. Finnur Jóhannsson Malmqvist Starmýri,
5. Ásmundur Jónsson Flugustöðum, 6. Jón Antoníusson Hofi, 7.
Guðmundur Einarsson Markúsarseli, 8. Magnús Guðmundsson Hofi,
9. Jón Jónsson Rannveigarstöðum, 10. Jón Björnsson Múla, 11. Sig-
urður Björnsson Múla, 12. Antoníus Antoníusson Tunguhlíð, 13.
Þorsteinn Jónsson Geithellum, 14. Guðmundur Jónsson Geithellum,
15. Guðmundur Eyjólfsson Melrakkanesi, 16. Björn Björnsson Mel-
rakkanesi, 17. Sigurður Jónsson Hærukollsnesi, 18. Brynjólfur
Jónsson Starmýri, 19. Árni Antoníusson Hnaukum.
Þá hafði Jón Hall á Starmýri samband við ýmsa í Hálssókn sem
höfðu skrifað á kæruskjalið, en óskuðu nú eftir að nöfn þeirra yrðu
strikuð út af skjalinu. Var þessi yfirlýsing frá þeim líka send lands-
höfðingja.
Hinn 14. maí 1889 sendi prófastur bæði kæruna, umsögn prests
og vottorð „til stiftsyfirvalda Islands.“ Hann reyndi heldur að
draga úr ávirðingum prests og vill sýnilega lægja þennan ofsa.
Hann segist aldrei hafa „heyrt um neina óánægju, innan safnaðar
hans, með hann, nema einhvern krit milli hans og verzlunarstjórans
á Berufirði . . . enda hefur verzlunarstjórinn skrifað fyrstur undir
kæruna. Jeg hef heyrt, að séra Stefán hafi verið hneigður fyrir vín,
en síðan hann kom í þetta prófastsdæmi, hef jeg aldrei heyrt haft
orð á því . . . utan eitt sinn við uppboð á Djúpavogi . . . en hvað
satt er í því veit jeg ei. ... Eftir ýmsum upplýsingum, er ég hef
reynt að útvega mér, eptir að ég fékk kæruna senda, verð ég að á-
MULAÞING
65