Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 68
líta acf kæran muni sprottin frá persónulegri óvild og kala einstakra
manna við prestinn, og að þessir menn hafi orðað kæruna í gífur-
legasta máta, en presturinn á hinn bóginn geti ei hreinsað sig af
því algjörlega, að hann hafi ei gefið höggstað á sér, hvað vín-
drykkjuna snertir. . .
Gangur málsins, m. a. nokkrir póstar úr réttarhöldunum
Það sem hér fer á eftir um réttarhöldin er styttur úrdráttur úr
dómsmálabók Suður-Múlasýslu.
Fyrsta réttarhaldið fór fram á Djúpavogi 1889, 28.—29. júní
og 1.—2. júlí.
Ár 1889 föstudaginn 28. júní var aukaréttur Suður-Múlasýslu
settur á Djúpavogi og haldinn af sýslumanni Suður-Múlasýslu.
Var þá tekin fyrir rannsókn á framferði prestsins, séra Stefáns
Sigfússonar á Hofi, á húsvitjunarferð í Borgargerði þann 25.
febr. 1889.
Sýslumaður framleggur kæru Jóns hreppstjóra í Borgargarði og
skipun landshöfðingja um að rannsaka mál þetta, dags. 11. f. m.
Prestur kvað ekki vera kominn, en væntanlegur daginn eftir á
manntalsþing. Er því ekki hægt að láta hann vera viðstaddan próf-
in, en gjörð ráðstöfun til að hann verði viðstaddur flutning vitn-
anna.
Ut af húsvitjun, kæra til landshöfðingja:
— Prestur kom drukkinn í Borgargerði til Sæmundar og Sig-
urðar sonar hans; lenti hann þar í þrasi og áflogum við þá feðga.
Var þá sóttur Jón hreppstjóri Jónsson í Borgargarði sem er rétt
hjá. Skyldi hann tala um fyrir presti og reyna að sansa hann.
En við það espaðist hann, og segir vitnið, Sigurður Sæmundsson,
að prestur hafi þá slegið Jón í rot. Réðust þá á hann Sigurður og
Antoníus, þá á Hamri, og var honum komið í bönd, og batt Jón
hreppstjóri prest. (Virðist Jón hafa jafnað sig fljótt eftir rot-
höggið). Seinna er sagt að hann hafi slegið Jón um koll. Þá er
sagt í prófunum út af þessari húsvitjun, að Gústaf Iversen hafi gef-
ið presti tvö eða þrjú staup af víni er hann var að láta renna á
66
MÚLAÞING