Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 70
hreppstjórinn hafi kannast við að hann hafi ekki vitað það með
vissu að prestur væri fluttur inn að Borgargerði, og kannast hrepp-
stjóri við það að hann hafi eigi vitað annað um það en það sem
Sveinn í Von sagði honum og komið er hér á undan.
Frost var mikið, en veður stillt umrætt kvöld, og sagðist séra
Stefán kenna bæði frostinu, víninu sem hann drakk, og missvefni
sem hann hefði mætt nóttina á undan, en þó einkanlega kuldan-
um, um það að hann var svona ruglaður, enda þyldi hann illa
kulda á höfðinu, og myndi hann því alls ekki eftir neinu sem fram
fór eftir að hann lagði á stað. Prestur neitar því að hann hafi verið
farinn að misþyrma Sæmundi þegar hreppstjórinn kom eða nokkuð
misþyrmt honum. Um það veit hreppstjórinn ekki annað en að
honum var sagt, að prestur hefði verið búinn að setja Sæmund tvö-
faldan ofan í vefstól og hefði puffað hann þar. Ennfremur taldi
hreppstjóri það til misþyrmingar að prestur skipaði Sæmundi út.
Prestur neitar því að hann hafi lofað hreppstjóranum rottukruðli.
Hann minnir aðeins að talað hafi verið um rottukruðl og hægt
mundi vera að gefa honum rottukruðl. Prestur segist ekki hafa
tiltekið hverjum, eftir sögusögn Sæmundar, því sjálfur muni hann
ekki eftir neinu. Prestur bætir því við, að hreppstjóri hafi átt að
segja að höggið hafi ekki verið mikið, en hefði getað orðið mikið,
ef hann hefði ekki staðið svo naumt og oltið út af, annars muni hann
ekki eftir þessu höggi. Hreppsljórinn getur þess að þetta högg hafi
orðið til að fella sig, af því að hann sat tæpt á rúmbrík, en hann
hefði líklega fundið meira til þess ef hann hefði setið fastar fyrir.
Þetta síðan upplesið og játað rétt bókað, en prestur bætir við, að
skýrsla hreppstjórans um forlíkunina hafi ekki verið alveg ná-
kvæm.
Seinna friðmæltist prestur við Jón og bauð honum þóknun, ef
hann skyldi reynast sér trúr. Prestur kannast við að 30 krónur af
þessum 50 hafi átt að ganga til hreppsins, þannig að þær 30 kr.
sem Asmundur (líklega á Flugustöðum) skuldaði presti skyldu
ganga til hreppsins, en hreppstjóri kveðst hafa lýst því yfir á for-
Iíkuninni að allt þetta skyldi ganga til hreppsins. Fyrirgefningar-
bón segir Jón ekki hafa komið til tals við aðalsættina, en prestur
hafi látið í ljósi að hann væri fús til að biðja fyrirgefningar, ef
68
MULAÞING