Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 71
allt væri þar með klárt, en að þeirri sætt vildi hreppstjóri ekki
ganga.
Prestur neitaði því, að hann hefði haft nokkur ósæmileg orð
við Sigurð Sæmundsson, sem tilfært er i framburði Jóns. Fleiri
athugasemdir hafði prestur ekki að gera við framburð Jóns hrepp-
stjóra að sinni. Vék hreppstjóri svo frá rétti, eftir að hið bókaða
var upplesið og játað rétt bókað.
Mætti þá næst fyrir réttinum Sveinn Árnason í Von og var á-
minntur um sannsögli. Framburður hans frá deginum áður var hátt
upp lesinn í áheyrn séra Stefáns Sigfússonar, og lét hann í ljósi að
hann hefði ekkert að athuga viðvíkjandi fylgd Sveins og fram-
komu hans í Borgargerði. Sveinn getur þess að það sé sannfæring
sín, að prestur hafi verið svo ringlaður að hann hafi hvorki mun-
að eftir framkomu sinni í búðinni eða eftir að hann kom að Borg-
argerði. Vék svo frá rétti í bráð.
Þar eð klukkan var orðin hálftíu, en margir óyfirheyrðir, var
prófum frestað.
Hinn 6. júlí 1889 skrifar Jón Johnsen sýslumaður landshöfð-
ingja og lætur fylgja útskrift úr dómsmálabók Suður-Múlasýslu um
rannsókn þá á málum séra Stefáns, er hér að framan hefur verið
sagt frá, og 5. ágúst sendir landshöfðingi málið fyrir biskup og læt-
ur fylgja bréfi sínu afrit af útskriftinni ásamt bréfi frá séra Stef-
áni dags. 12. júlí, og „vil ég þjónustusamlega," segir landshöfð-
ingi, „skora á yður að láta mér í té álit yðar og tillögur um mál-
efni þetta.“ — 1 bréfi séra Stefáns segir: „Því verr,“ segir hann,
„eru þeir menn sem koma þessu öllu á stað, mínir persónulegu
fjendur, þó ég ekki og enginn viti, hvað til saka er unnið . . . Ég
ætla nú ekki að svo stöddu, að sýna fram á hvaða aðferð Jón
hreppstjóri og Stefán factor í Djúpavogi hafa haft, til að koma
kæru yfir mér, gegn söfnuðinum hér, en vitnisburðir mínir sýna,
að ég er að minnsta kosti brúklegur prestur, þrátt fyrir það sem
þeir segja, þó ýmislegt hafi orðið á.
Fari svo hái herra, að þér finnið ekki ástæðu til að milda
þetta mál mitt, og viljið leita frekari rannsóknar, þá verð ég af
vissum ástæðum að óska að einhver lögfræðingur vor annar en
MULAÞING
69