Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 72
Herra Jón Johnsen rannsaki, því það er alkunnugt að hann hefur
alltof miklar bækistöðvar sínar hjá verzlunarstjóranum hér og
vinum, og sem hingaS til hafa sýnt sig sem ofsóknarar mínir.“
LandshöfSingi var á þessum tíma Magnús Stephensen, en biskup
Hallgrímur Sveinsson, sem tók viS embættinu 20. maí þetta ár.
Hinn 15. ágúst 1889 svarar biskup bréfi landshöfSingja í löngu
máli, og er niSurstaSan sú, aS „þótt allar líkur aS mínu áliti þannig
lúti aS því aS nefndur prestur hafi gjört sig sekan í vítaverSum
drykkjuskap ... og aS eitthvaS muni hæft vera í hinum öSrum
kæruatriSum ... þá virSist mér nauSsynlegt, áSur en frekara
verSi gj ört í málinu, aS láta ýtarlega réttarrannsókn fram fara . ..“
Um sama leyti og þó heldur fyrr tekur sýslumaSur Jón Johnsen
aftur til viS réttarhöld:
AriS 1889 laugardaginn 10. ágúst var aukaréttur settur og hald-
inn af sýslumanni. Þá er mættur fyrir réttinum fyrst Baldvin Svein-
björnsson. Hann er talinn drykkjufélagi prests.
Þeir voru staddir í Stekkunum, og vill prestur fá Sveinbjörn til
aS drekka meS sér, en Sveinbjörn vill ekki. Þeir ræSa trúmál. SpurSi
þá prestur vitniS hvort þaS trySi á guS. VitniS kvaS já viS, og
spurSi svo prest hvort hann trySi á guS. En þá átti prestur aS hafa
svaraS, aS þaS væri nú langt síSan hann hætti aS trúa á guS.
Stefán SigurSsson í BorgargarSi var staddur í BorgargerSi
kvöldiS sem ryskingarnar urSu. AS þeim undanskildum ber hann
presti ekki illa sögu. Segir aS eitt sinn hafi prestur riSiS um hlaS
í BorgargarSi hart. Var drukkinn og datt af baki, en var samt
nokkurn veginn sjálfbjarga. Fylgdi Stefán honum inn í Búlands-
nes. Stefán ber aS hann hafi oft séS prest drukkinn, en engum gert
mein af sér.
Þá mætti Sveinn Árnason í Von, 29 ára. Hann kveSst hafa ritaS
undir kæruna, svo framarlega aS kærupóstarnir væru sannir. Segist
oft hafa séS prest drukkinn, en aldrei fyrir sína reynd séS hann sýna
af sér illindi. Prestur var eitt sinn staddur á balli í Stekkunum, þótti
vera þar fyrir og var hrakinn út. Fylgdi Sveinn ásamt tveim öSr-
um, presti mjög drukknum aS Lundi. En þar var allt háttaS. Er þeir
voru aS vekja upp, þá man hann aS prestur sagSi: „Ljúktu nú upp
70
MÚLAÞING