Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 74
hann (vitnið) Haraldi Briem, en vitnið búið að gleyma þessu, en
Haraldur minnti hann á það síðar. Hann hefur séð prest drukkinn,
en aldrei að það væri hrindandi að hans hugviti eða áliti. Staðfesti
svo lélega undirbúinn framburð sinn.
Mætti þá fyrir réttinum Níels Malmqvist í Stekkum, 25 ára, og
er framburður hans þannig: Prestur hefur oft verið í Stekkunum og
drukkið þar og verið drukkinn meira og minna, en aldrei haft þar í
frammi óspektir. Hann segir fátt um prest og ber honum ekki vonda
sögu. Einhvern tíma fóru nokkrir ungir menn inn í Háls til kirkju
og mættu þar presti. Varð ekkert af messu, en allur lýðurinn hélt
til baka út í kaupstað með presti, enda kalt mjög í veðri. Fleiri
upplýsingar getur hann ekki gefið og veit ekki neitt óskikkanlegt um
prest, getur þess þó að eitt kvöld hafi hann verið á balli í Stekkun-
um, og var prestur þar að dansa mikið drukkinn, var þar fyrir öðr-
um og hrakinn út af þeim sem voru á ballinu,
Ekki eru það mörg tilfelli sem kært er út af prestsverkum séra
Stefáns, nema barnsskírninni á Hálsi og jarðarför Guðrúnar Mark-
úsdóttur.
Þá mætti fyrir réttinum Alfheiður Sigurðardóttir Hálsi. Hún
er 34 ára. Hennar framburður er þannig: Hún getur ekki borið neitt
misjafnt um séra Stefán, nema þetta: Eitt sinn átti að skíra barn
hennar og annað sem átti Guðmundur Guðmundsson. Atti að skíra
bæði börnin uppi hjá vitninu (Hálsi) — og allt var til reiðu. En
þegar prestur kom var hann svo drukkinn að hætta varð við að
skíra og barn Guðmundar borið heim til hans aftur. En allt í einu
reis hann upp og barði í borðið, en svo var hann fenginn til að
fara með góðu niður í bæ til Sigurðar Jónssonar. Þar var hann
nokkuð lengi. En um ellefuleytið um kvöldið koma boð um að nú vilji
hann skíra. Var barn hennar þá skírt, og gekk allt vel úr því. Sjálf
var hún veik af barnsburðinum, og daginn eftir fékk hún köldu og
versnaði. Kennir hún um þeirri geðshræringu sem hún lenti í. Hún
getur þess, að þegar hún gaf séra Stefáni vottorðið, þá tók hún fram
að hún undantæki þetta skipti þegar prestur átti að skíra. Hún telur
að veikindi sín hafi aukizt á eftir. Hún segist hafa skrifað undir
skjalið, og segir að prestur hafi beðið sig um gott vottorð.
Næst mætir fyrir réttinum Þórunn Jónsdóttir, Sjólyst, er 42
72
MULAÞING