Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 75
ára. Hún kveðst ekki hafa séð séra Stefán drukkinn nema í eitt skipti,
þ. e. þegar hann greftraði móður hennar, Guðrúnu Markúsdóttur.
Hún er viss um að prestur var þá mikið drukkinn. Hann hélt mjög
stutta ræðu, og man hún lítið úr henni. Hún man þó að prestur
var að tala um að móðir hennar hefði ekki haft metorðum að
fagna, og það líkaði henni ekki illa. Prestur framkvæmdi greftrun-
ina án þess að honum fataðist. Hún man með vissu að prestur við-
hafði þessi orð, að hinir eftirlifandi ættingjar hefðu ekki mikið að
syrgja, því að hin látna hefði ekki átt auð né umbunum að fagna.
Þá mætir fyrir réttinum Þórey Jónsdóttir kona í Brekku, hún
er 37 ára. Hennar framburður: Hún kveðst hafa gefið séra Stefáni
vottorð, en séra Stefán hefði komið til sín og beðið sig um betra
vottorð. Honum líkaði ekki vottorðið sem Þórey var búin að gefa
honum, hvar í hún vítti hann fyrir framkomu hans við greftrun
móður hennar, Guðrúnar Markúsdóttur. En kvaðst ekki gefa honum
annað vottorð. Hún segir að prestur hafi verið mikið drukkinn er
hann jarðsöng móður hennar, í kirkjunni. Talaði hann fáein orð, en
hún man ekki hvernig orðin féllu. Man þó að hann sagði að hér væri
ekkert að syrgja, hún hefði ekki haft auð né upphefð. Hún sá að
prestur var að setja sér að ganga sem beinast eftir kirkjugólfinu.
Segist ekki almennilega hafa tekið eftir því sem hann sagði því hann
hefði verið svo drukkinn.
Þá mætir fyrir réttinum Kristján Kristjánsson Brekku, maður
Þóreyjar, 42 ára. Framburður hans er þannig: Hann hefur ekki séð
mikið til prests og ekki séð hann drukkinn nema þegar hann jarð-
söng Guðrúnu Markúsdóttur. Þá drukkinn. Hann talaði fáein orð
yfir moldum hennar, og man hann eftir margítrekaðar spurningar
að orðin hjá presti voru þannig: „Ekkert er að syrgja, því ekkert
var mannorðið.“ Fleira man hann ekki úr ræðunni, en hætir svo
við að hann hafi ekki heyrt vel hvað prestur talaði. Söngnum hélt
prestur uppi ásamt Sigurði Asmundssyni og bar ekki á neinu í
kirkjunni eða við gröfina. Vitnið veit ekki hvor þeirra byrjaði.
Að endingu getur hann þess að prestur hafi ekki verið beðinn um
ræðu áður en jarðarförin byrjaði, en hann spurði dætur hinnar látnu
hvort þær vildu að hann talaði nokkur orð.
Það upplýstist, að vitnið Haraldur Briem var einn af þeim sem
MÚLAÞING 73