Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 76
sömdu kæru þá sem fram var komin yfir séra Stefáni. Vitniö kann-
ast við að hafa heyrt aS séra Stefán hafi átt aS segja viS maddömu
Malmqvist aS hann trySi því ekki um hann (vitniS), aS hann væri
svo viSsjáll og óheill aS vera meS aS skrá kæruna. Líka hefSi hann
sagt, aS mennirnir væru illa farnir, ef þeir trySu ekki á guS (átti
viS vitniS). ÞaS kom líka fram aS vitniS hafSi sagt er þeir sömdu
kæruna, aS vitniS kynni illa viS ýmsa smáskreytni úr presti, og til-
færSi tvö dæmi um aS prestur hafSi sagzt hafa veriS á tveimur stöS-
um, en þaS upplýstist aS hann hafSi ekki komiS á þessa staSi. Fleiri
upplýsingar kvaSst vitniS, Haraldur Briem, ekki geta gefið.
Þá mætir Andersen skipstjóri á Medinu sem hér liggur. Hann
segist hafa hitt prest uppi í Lundi mikið drukkinn. Hefði þá verið
gert gys að honum og hann hrakinn á ýmsan hátt af útlendingum,
þar á meðal Færeyingum. Stóðu menn ofan á honum þar sem hann
lá á gólfinu, líka hefSi hann haft blátt auga.
Þá mætir fyrir rétti Steinunn Einarsdóttir, vinnukona í Lundi, 25
ára. Hún segir aS séra Stefán hafi oft verið í Lundi meira og minna
drukkinn, en líka ódrukkinn. Hvernig sem á hana er gengiS man
hún ekki til aS prestur hafi staSið í ryskingum þetta umtalaða kvöld,
eða aS danskir matrósar hafi staðið á honum og látizt vera að jarð-
syngja hann, ekki heldur að prestur hafi brúkað þar ljótan munn-
söfnuð. Þetta staðfesti hún með eiði.
Ymsir fleiri mæta fyrir réttinum, þar á meðal Björn Erlendsson,
þjónn í Lundi. Hann kannast ekki við áflog né nein óskikkanlegheit
af presti á Manna-uppboSinu.1 En þar hefði hann verið drukkinn.
Blótsyrði og ljótt orðbragð kveðst hann ekki hafa heyrt hjá presti.
Eiríkur í Lundi kveðst lítið þekkja prest og hefur engar sakir á
hann að kæra.
Sama er um Mensaldur í HlíSarhúsi og GuSnýju ljósmóður í Ey-
freyjunesi. Hún segir að hann hafi komið á sitt heimili, var prúður
og þægilegur og gældi við börnin.
Enn skrifar landshöfðingi 22. ágúst sama ár, og nú sýslumanni.
Þar segir m. a.: „. .. vil ég þjónustusamlega skora á yður að hefja
1 Svo í sýslubókunum. Mun vera átt við skútu er Manni hét.
74
MÚLAÞING