Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 78
Næst mætir fyrir rétti Jón P. Hall á Starmýri. Hann er 43 ára.
Er áminntur um sannsögli. Hans framburður er þannig: Fyrir sína
reynd veit hann ekki til að séra Stefán hafi komið drukkinn fram í
prestsverkum sínum þegar hann hefur verið við. Hann veit til að
prestur hefur verið drukkinn, en veit ekki að hann hafi lent í
illindum eða áflogum, nema á Hamri hið umtalaða skipti er hann
átti við Antoníus, en Hall var þá staddur þar.
Næstur fyrir rétti, Olafur Ásgrímsson í Papey, er 28 ára. Er
framburður hans þannig: Hann getur ekki gert orð á því að hann
hafi séð séra Stefán drukkinn, nema við skírnina á Hálsi. Þá var
hann mikið drukkinn, og hætt var við að skíra. Hann leiddi hann
svo og Sigurður Jónsson ofan í Stekkahjáleigu. Þar á túninu setti
prestur fót fyrir vitnið svo að það datt og prestur ofan á það (vitn-
ið). En það kastaði presti ofan af sér. Fleiri upplýsingar getur hann
ekki gefið. Lýsir hátíðlega yfir að framburður sinn sé sannur og
biður sig frítekinn að vitna í þessu máli því að kona sín sé sinnis-
veik.
Mætir þá fyrir rétti Lárus í Papey. Hann er 56 ára og er áminntur
um sannsögli. Framburður hans er þannig: Hann gekk um með
kæruskjalið yfir séra Stefáni, og kannast við að þeir ekki lásu kær-
una upp á Melrakkanesi, en sögðu mönnum frá innihaldi hennar.
Vitnið kvaðst hafa verið með séra Stefáni laugardagskvöldið á
Mannauppboðinu. Reyndi hann þá að fá prest til að hátta með sér,
en prestur vildi ekki og ekki fyrr en morguninn eftir. Daginn eftir
var aftur drukkið í Lundi, og vildi vitnið enn fá prest til að hátta.
En prestur vildi ekki fyrr en um morguninn klukkan fjögur. Heldur
að Haraldur Briem hafi þá fylgt honum til rúms. Hann kvaðst hafa
heyrt söguna um að danskir matrósar hafi jarðað prest niðri í stofu,
en ekki var hann þar nærstaddur. Vitnið kveðst hafa tekið þá reglu
og strengt þess heit, aldrei að vinna eið, og neitar nú að vinna eið
að þessum framburði sínum. En vitnar til guðs að hann sé sannur.
Stefán (líklega faktor) lætur í ljósi að hann hafi ekki neitt á móti
framburði hans, vitnisins Lárusar Guðmundssonar.
Þá segir: — Þess skal getið að Lárus Guðmundsson í dag fann
sýslumann að máli og bauð honum að staðfesta framburð sinn með
eiði. En þar sem Lárus var drukkinn áleit sýslumaður ekki rétt að
76
MÚLAÞING