Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 80
orð, hann vildi ekki hafa í voUorðunum neitt misjafnt, af því að nóg
væri af því í kæruskjalinu. Upplesið, játaS. Rétti slitiS.
Hinn 6. nóvember 1889 skrifar sýslumaSur landshöfSingja og
sendir útskrift af dómsmálabókinni um rannsóknina í október ásamt
afskrift af vottorSum Jóns Eiríkssonar. Þessi málsgögn sendir lands-
höfðingi síSan biskupi ásamt bréfi dags. 28. desember 1889 —“ ...
skal ég þjónustusamlega skora á ySur aS láta í ljósi þóknanl. álit
ySar og tillögur um frekari aðgjörSir í máli þessu, sérstaklega hvort
þér viljiS leggja til, aS mál verSi höfSaS til embættismissis gegn téS-
um presti.“
Þessari áskorun tók biskup og skrifar landshöfSingja 4. febrúar
1890: „Eftir aS ég nú nákvæmlega hef kynnt mér hin ofangreindu
skjöl, verS ég aS láta uppi þaS álit mitt, aS fullkomin ástæSa sé til
aS höfSa mál á móti séra Stefáni Sigfússyni til embættismissis .. .“
Hinn 8. febrúar 1890 skrifar landshöfðingi biskupi og tilkynnir
honum, aS hann víki séra Stefáni „hér með frá embætti um stund-
arsakir . ..“, „. . . og hef ég í dag . . . sent ráSgjafanum skýrslu um
málefni þetta, til þess aS úr því verSi skoriS, hvort höfSa skuli lög-
sókn á hendur nefndum presti. . . .“
Nú fer að þrengjast um prest í áheldi yfirvaldanna, því aS 10.
febrúar 1890 tilkynnir biskup prófasti Suður-Múlasýslu bréflega af-
setningu séra Stefáns — „skal ég skora á ySur aS birta séra Stefáni
. . . þessa ráSstöfun landshöfðingja.“
Um voriS berst landshöfSingja svar ráSgjafans, Nellemanns í
bréfi frá „Ministeriet for Island“ dags. 18. apríl 1890. Þar er lands-
höfSingjanum falið aS höfSa mál til embættismissis gegn séra Stef-
áni, en síSan bætt viS: „idet Ministeriet dog bemyndiger Dem til
at lade Sagen bortfalde, saafremt der af den Paagjældende indgives
Ansögning om Afsked med udtrykkelig Afkald paa Pension.“ — Séra
Stefáni er sem sagt gefinn kostur á að losna við málshöfSun, ef hann
segi af sér embætti og aísali sér skilmálalaust eftirlaunum.
Fyrsta maí 1890 skrifar landshöfSingi biskupi og tilkynnir hon-
um úrskurS ráSgjafans og biSur hann tilkynna séra Stefáni. Og
biskup lét þessi skilaboð ganga strax sama dag áleiSis til Jónasar
prófasts, sem skyldi koma þeim til skila.
78
MULAÞING