Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 81
Hinn 25. júní 1890 undirritar séra Stefán lausnarbeiðni sína aS
Hofi. En hann minntist ekkert á efíirlaunin.
LausnarbeiSnin berst biskupi, og 15. ágúst 1890 sendir hann
landshöfSingja hana og skýtur því til hans, „hvort eigi muni mega
álíta umsóknarbréf hans, eftir atvikum fullnægjandi, og málssókn
gegn honum því niSur falla.“
LandshöfSingi svarar hiskupi 18. ágúst 1890 og segir, aS „beiSni
téSs prests um lausnina eigi fullnægi því skilyrSi, er ráSgjafinn fyrir
Islandi . . . hafSi sett fyrir því, aS málssókn gegn þráttnefndum
presti . . . mætti niSur falla“ og biSur biskup „aS leggja fyrir hlut-
aSeigandi prófast aS útvega skýlausa yfirlýsingu séra Stefáns Sig-
fússonar um þaS, aS hann ekki krefjist eftirlauna. . . Þetta skrifar
biskup prófasti 20. ágúst og sendir afrit af bréfi landshöfSingja frá
18. sama mán.
Hinn 20. september 1890 undirritar séra Stefán aS Hofi hina síS-
ari og „skýlausu“ lausnarbeiSni sína. Þar kemur fram, aS prófastur
hefur skrifaS honum um máliS 13. september.
Hinn 25. september 1890 sendir Johnsen sýslumaSur „samkvæmt
umtali viS prófastinn“ lausnarbeiSnina til biskups, en hún er stíluS
til landshöfSingja, og 6. október sendir biskup hana áfram til lands-
höfSingja.
Og 9. október skrifar landshöfSingi biskupi, og segir þar meSal
annars: ,„ . . veiti ég téSum presti hér meS samkvæmt beiSni hrms
lausn frá prestskap frá 15. þ. m. aS telja, og bera honum engin
eftirlaun. Jafnframt skal . .. ákveSiS, aS málshöfSun gegn téSum
presti ... skuli falla niSur ...“
Strax daginn eftir skrifar biskup prófasti SuSur-Múlaprófasts-
dæmis um málsúrslit „til birtingar fyrir síra Stefáni og hinum setta
presti, síra Jóni Finnssyni.“
Annað klögumál á séra Stefán
Á meðan klögumál kærenda séra Stefáns í Hálssókn stóðu sem hæst út af
hneykslanlegri framkomu hans sem sóknarprests, eins og getið er um í því
þrefi, kom upp jafnhliða nýtt kærumál á hendur prests af einum ráðamanni
þar í sókninni, Lúðvík snikkara Jónssyni í Hrauni við Djúpavog.
MULAÞING
79