Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 82
Þannig var, að eyjar þær sem nefndar eru einu nafni Þvottáreyjar og
liggja í mynni Hamarsfjarðar vorru búnar að liggja til Hofspresta í lengri
tíma, eða frá því að kirkja á Þvottá var lögð til Hofs og þau prestaköll sam-
einuð, sem mun hafa verið 1754, ef ég man rétt. Voru eyjarnar nýttar af Hofs-
prestum heiman að eða þeir leigðu þær. En eftir að prestar fluttu frá Hofi á
Djúpavog fylgdu þær prestinum og hafa gert það síðan.
Þegar séra Brynjólfur Jónsson kom í Hof mun hann hafa leigt eyjarnar
Haraldi Briem á Búlandsnesi þau fjögur ár sem hann var hér prestur. En er
séra Stefán kom féllu eyjarnar til hans og leigumáli Haraldar þar með úr
gildi fallinn. En nú voru fleiri en Haraldur sem höfðu áhuga á eyjunum. Lúð-
vík á Hrauni var ákafa- og áhugamaður mikill. Nú setti hann sig ekki úr færi,
vildi nú eiga vingott við séra Stefán og varð fyrri til en Haraldur og fékk
eyjarnar leigðar hjá presti. Þetta mun Haraldi hafa fallið illa, enda kom það
fljótlega í Ijós að honum sárnaði að missa eyjarnar. Þótt hann hefði miklar
eyjar sem fylgdu Búlandsnesi, þá vildi hann samt hafa þessar líka. Og nú
launaði hann Lúðvík lambið grá og taldi presti trú um að Lúðvík rændi of
miklu af eggjum og væri búinn að stórskemma varpið. Það hefur nú líklega
dugað að segja presti það einu sinni, enda sagði hann Lúðvík upp leigunni
á eyjunum.
En Lúðvík tók því ekki með þögn. Hann sagði að prestur hefði ekki sagt
sér upp leigunni á löglegan hátt. En prestur sagðist hafa sagt upp leigunni
í það minnsta tvisvar ef ekki þrisvar, en mundi ekki hvort það hefði verið
fyrir nýár eða eftir. Ut af þessu urðu svo málaferli og réttarhöld, og var
Haraldur og eitthvað af hans fólki kallað fyrir rétt.Þetta voru því ekki náðugir
dagar fyrir prestinn.
Líka áttust þeir við út af rekanum í eyjunum.
Svo fór að prestur náði eyjunum af Lúðvík, og gengu þær seinna til Har-
aldar. Hafði hann þær fram yfir síðustu aldamót að mig minnir.
Heimildir um æviferil og ætt prestshjónanna er fengin í ritunum íslenzkir
guðfræðingar og Ættum Austfirðinga, svo sem fyrr er getið.
011 gögn varðandi embættismissi séra Stefáns Sigfússonar eru í Þjóð-
skjalasafni, nánar tiltekið: Lh NJ 1888—1892, ár 1890, N, nr. 94, og Bps.
C, III, 59, bls. 269—274, og Bps. C, III, 60, bls. 32—34, 45—46, 200—201,
278—279, 283, 336, 338-^339.
Um önnur atriði er farið eftir sögnum kunnugra manna sem mundu séra
Stefán.
80
MÚLAÞING