Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 86
skarðið voru Goðrúnarstaðir, taldir í eyðibýlaskránni afbýli frá
Brekku, en eru nú í landi Hallfreðarstaða. Ennfremur er þar getið
Merasels. Ovíst er með öllu hvar það hefur verið, en heimildir til um
búsetu þar, m. a. frá 1703 (manntalið). Það mun hafa byggt Bessi
Eiríksson, sonur Eiríks Arnasonar er á Hallfreðarstöðum bjó um
miðja 17. öld. Bessi bjó einnig á heimajörðinni góðu búi með átta
kýr í fjósi og fimm börn. Manntalsárið var hann á næsta bæ,
Brekku, og er talið að hann hafi vikið frá Hallfreðarstöðum fyrir
Marteini sýslumanni Rögnvaldssyni. (Sjá Ættir Austfirðinga nr.
4474 og áfram).
Gamli stekkur heita beitarhús utan og austan í hálsendanum og
vestan lækjarins skammt inn af bænum. Þar segir Vigfús að komið
hafi upp ótvíræðar mannvistarleifar við gröft, eldbrunnið grjót,
aska, gólfskán og mikið hleðslugrjót.
Sem sjá má af þessu hefur víða þótt verandi í landinu inn og
suður af Hallfreðarstöðum.
Frá Skjólshúsum héldum við til bæjar. Nú er þar tvíbýli. A
annarri hálflendunni býr Gísli Hallgrímsson og heldur heimavistar-
skóla fyrir Tungumenn og rekur búskap með. Hann keypti af Vig-
fúsi 1965. Á hinni býr Elís bróðir Vigfúsar. Við sátum æði stund
þar inni yfir góðgjörðum; síðan var gengið niður í Hallfreðar-
staðablá.
Bláin er afar víðlent votlendisflæmi milli Hallfreðarstaða og
Hallfreðarstaðahjáleigu annars vegar og Litla-Bakka hins vegar.
Hún tilheyrir öllum þessum jörðum, en að mestum hluta Hallfreð-
arstaðabæjunum. „Hún er aðalkostur og sjálft djásn jarðarinnar,“
sagði Eiríkur Stefánsson mér, grasgefin mjög og víða slétt. Hún er
einnig kunn af kveðskap Páls Ólafssonar, aðallega þó í sambandi
við útreiðar hans um hana ísi lagða. „Hún er vökur, fljót og fær
að feta um blána,“ kvað hann um Stjörnu, „skáldar stökur, skrifar
þær í skyndi á gljána.“ Páll orti sem kunnugt er margt um ást,
hesta og vín, en það bregður þó fyrir í ljóðum hans daglegum
önnum og búskaparelju. Mér er ekki kunnugt um að samband í
atvikum sé milli þeirra vísna sem hér fara á eftir, en þær mynda
þó skemmtilegt skáldskaparsamband í þessari röð:
Hér er miðvísan úr kvæðinu Sláttuhvöt:
34
MÚLAÞING