Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 90
óx skyndilega. Hann gat hlaupið snöggt. Einu sinni voru tveir menn
að bjástra við að koma plankanum á í Myllugili rétt við bæinn, ætl-
uðu að setja hann af Myllukletti yfir á skafl við hinn bakkann. Þetta
voru þeir Jónas Jónasson faðir Guttorms í Svínafelli og Þórarinn
Bjarnason þá unglingur, en löngu síðar bóndi í Hjáleigu. Lækur-
inn kom á ógnarhraða, tók báða mennina og bar þá um 500 m
vegalengd niður á bakka þar sem flaumurinn breikkaði. Þórarinn
slapp þó fyrr og varð ekki meint af volkinu. Kona Jónasar, Gróa
Sigurðardóttir, var inni að steikja brauð í feitarpotti er hún heyrði
tíðindin og hljóp frá pottinum á eldinum. Jónas var með kaðalinn,
sem plankinn var venjulega bundinn með við stein, um höndina og
plankann í eftirdragi; honum dvaldist nokkuð í hyl undir Myllu-
fossi, og var því illa hrakinn er hann náðist niðri á blánni. Hann
var borinn heim í teppi. En Þórarinn gat gengið heim og varð
raunar fljótastur og bjargaði feitarpottinum af eldinum og þar
með bænurn frá bruna, því að potturinn stóð í björtu báli. Þetta
var seinni hluta vetrar upp úr aldamótum.
Lækurinn reif með sér mold úr bökkum á langri leið, steinefni
og leir, blandaði saman og bar fram á blána, frjóvgaði hana og
bætti, en átti líka til að skemrna gras og sópa burt heyi. Hann
bæði gaf og tók eins og þar stendur, en gjafirnar voru meiri, og
án hans hefði vart verið um stórbýli að ræða á Hallfreðarstöðum.
A nokkrum stöðum í blánni eru hringlaga pyttir, vatnsfullir,
hyldjúpir og dularfullir. Einn heitir Helgupyttur. Tvær unglings-
stúlkur voru á heimleið af engjum og fóru að flúskrast með þeim
afleiðingum að önnur, er Helga hét, hrataði í pyttinn. Hann er 4—5
metra í þvermál og vatnið í honum morautt og ljótt. Krakkar ská-
gengu hann með virðingu.
Blár eru sérstakt fyrirbæri í landi. Jarðvegurinn er gljúpur og
mjúkur sem svampur, efsta lagið dúandi motta ofin úr jurtarótum
og furðulega seigt, nema þar sem rot hafa myndazt. Strax og niður
úr grassverðinum kemur verður jarðvegurinn lungamjúkur eins og
hold ákomu. Því er líklegt að forn skáld hafi fengið hina snjöllu
hugmynd um að guðir gætu börn við jörð, í blám. Þór var sonur
Oðins og Jarðar. Ef til vill var hann getinn og borinn í Hallfreðar-
staðablá, t. d. í Helgupytti.
88
MÚLAÞING