Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 95
inn töluvert niður og æðihár, hlaðinn grjótstallur af hlaðinu niður
í garðinn. Að sunnan og norðan voru hlaðnir veggir en girðing að
austan. Þar var seila, enda skammt í lækinn.
Lengst til hægri af þilstöfnunum á ljósmyndinni af bænum er
Utstofa, elzt þessara fjögurra húsa, traustlega byggt hús. Stafnþilið
var úr um tommuþykkum rekaviðarflettingum, svolítið bil á milli
borðanna, og þiljað yfir þau með álíka breiðum borðum, svo að
þilið var nær tvöfalt. Tveir sexrúðu gluggar niðri og einn fyrir
miðju á Utstofulofti.
Næsta hús er Bæjardyr og Suðurstofa með Sallofti yfir. Suður-
stofa er raunar Salurinn frægi hans Páls, glæsilegasta vistarveran á
bænum. Innviðirnir úr Salloftinu eru nú geymdir á Skriðuklaustri
og bíða þess að pláss fyrirfinnist handa þeim í svo plássfrekri nú-
tímaveröld okkar að við höfum hvorki efni á né tíma til að hola
þessum spýtum niður í húsrými. Það er nú ljóta armæðan. Þetta hús
var ekki eins sterkviðað og Útstofa, þilið úr þynnri borðum og að-
eins mjóir rámar negldir yfir samskeytin. Fyrir bæjardyrum var
góð fjórskipt spjaldhurð. Henni var lokað með klinku, og við klink-
una var dálítill járnhringur til að halda hurðinni að stöfum meðan
fjöðrinni var lyft og klinkan látin falla í skorður. Lamir, heima-
smíð, vinkilbeygðir gaddar í dyrustöfum, og hjörujárnin náðu
langt yfir í efsta og neðsta þverbindinginn milli spj aldanna. Á þessu
húsi voru fimm gluggar, tveir á Suðurstofu, tveir á Sallofti og einn
á timburstafninum í vestur.
Syðstu þilin tvö voru fyrir Skála og Skemmu, og hafa þau hús
sennilega verið byggð á sama tíma, því að burðarveggurinn á milli
er einn. Aftur á móti voru tveir burðarveggir milli Suðurstofu og
Skála með lokuðu hili á milli (sjá teikn.). Loft var bæði yfir Skála
og Skemmu, gluggar og þil af svipaðri gerð og á Suðurstofu.
Sunnan undir skemmuveggnum var Hestarétt hlaðin úr torfi og
grjóti og veggirnir um hálfur annar metri á hæð, góð grind í dyrum
og öflugur dyraumbúnaður.
Beint suður af baðstofusundinu stóð smiðjan, lítill reftur torf-
kofi með dyraboru á austurenda og hálfþili yfir. Smiðjan var ekki
notuð til smíða eftir 1911, en áður fastur fylgifiskur margra bæja
og jafnan byggð sér m. a. vegna eldhættu.
MULAÞING
93