Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 96
Vegurinn lá innan, þ. e. sunnan við túnið og beygSi fyrir suðaust-
urhorn þess og yfir lækinn og síðan út bæjarholtin austan lækjar
og túns, margar troðnar krókagötur um móa og heimreiðin út eftir
háávalanum suður af bænum. Af heimreiðinni blasti bæjarþorpið
við frá suðri, næst smiðjan og hestaréttin, og yfir hana skemmu-
þekjan, síðan baðstofusundið kafið í grasi á sumrin, og rabbabara-
reiturinn austan undir Miðhúsi og Suðurhúsi baðstofunnar í krókn-
um við vegginn. Þríhyrningar, allsráðandi form hinnar miklu bæjar-
húsaþyrpingar, raðast kringum sundið: vesturstafn skemmunnar
með ótrúlega þykkum vegg, skálastafn, bæjardyrastafn, útstofu-
stafn, yfir göngunum dálítill ávalur hryggur, lengra til norðurs torf-
stafninn á Hlóðaeldhúsi og hálfþilið á búrstafninum langt inni í
þorpinu, síðan baðstofan með Suðurhúsi lengst framskagandi;
gluggalaus torfstafn þess eins og sólbrennd ásjóna með lukt augu.
Það er ekki að sjá að sóldýrkendur hafi byggt þessi hús, því að
flestallir gluggar vita austur og enginn mót suðri, eða kannske hef-
ur fyrri tíða fólk séð sólina á öðrum tíma dags en morgunsvæfir
nútímamenn.
Og nú er bezt að ganga í bæinn.
Sjálfar bæjardyrnar vorru aðeins lægri en jörð. f þeim var timb-
urgólf. Til vinstri við þær þil með tvennum dyrum, í Suðurstofu og
Dimmagang, en til hægri torfveggur óþiljaður lengi vel, en síðar var
sett á hann panelþil. ínnst lágu stutt þvergöng til Utstofu og Kima
og að stiga upp á Utstofuloft. Utstofa var stærðarvistarvera, þiljuð
í hólf og gólf og vandað hús, tvískipt spjaldþil á veggjum, mis-
breiðir flettingar efnismiklir í gólfi og lofti, þilspjöldin voru mál-
uð ljósbleik en bindingar (rammarnir sem spjöldin voru felld í)
dökkbleikir, ljósblá hurð og karmar, gluggar og loftið hvítt. Vig-
fús heldur að stofan hafi verið endurmáluð í tíð Páls, því að
dökkblás litur kom í ljós þar sem datt upp úr. Allar þiljur og annað
tréverk, svo og undirviðir voru úr rekaviði heimaunnum með hand-
verkfærum.
„Þetta var okkar stofa,“ sagði Eiríkur og á við þann tíma er
fóstri hans bjó í tvíbýli, „en seinna notuð til leikja og dansa.
Einnig bar við að fundir væru haldnir þar, t. d. ungmennafélags-
fundir oft og ýmsar smærri sveitarskemmtanir. Þar var oft dansað
94
MÚLAÞING