Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 98
íestar saman í hornum, en ónegldar að öðru leyti. Aftan á einni
fjöl í Hofteigssal var skrifað með krít og stórum stöfum: „Á. J.
1874“. Þessi áletrun vísar á þann er verkið vann, kunnan hagleiks-
mann og smið, Árna Jónsson. Hann var fæddur 1840 á Hólum í
Vopnafirði, afbýli frá Hauksstöðum og var föðurbróðir Björgvins
Guðmundssonar tónskálds. Benedikt hyggur að hann hafi lært til
smiðs í Kaupmannahöfn. Hann var svo listhagur að af bar. M. a.
smíðaði hann nálhús með skrúfugangi og notaði í tryggðarpanta,
en þrátt fyrir fagra tryggðarpanta og mikla viðleitni náði hann
ekki í konu lengi vel. Því fór hann ókvæntur vestur í Skagafjörð. Þar
fór betur, hann náði í konu, Guðrúnu Þorvaldsdóttur frá Framnesi.
Sonur þeirra var Jón Árnason í Sambandinu og bankastjóri.
„Eg skal gefa þér nálhús og krónu,“ var um skeið orðtak á Hér-
aði og viðhaft um að leita ásta. Ef til vill stendur það í sambandi
við nálhúsagjafir Árna smiðs.
Páll Halldórsson, lærður málari ætlaður úr Kelduhverfi og tengda-
faðir Þorsteins Gíslasonar ritstjóra, málaði Hofteigssal. Benedikt
telur að hann hafi líka málað salinn á Hallfreðarstöðum. Páll fór
víða um á umræddum tíma og hafði atvinnu af að mála.
Dimmigangur var ekki eins glæsilegur og salurinn, þykkur óþilj-
aður moldarveggur á hægri hönd er inn var gengið, en ranghverfan
á stofu- og skálaþili á hina. Þar var draugagangur. „Mér voru sýnd-
ar tvær stoðir og spýta á milli, þar átti maður að hafa hengt sig,“
segir Eiríkur. Vigfús kannast líka við þessa sögu og segir stoðirnar
hafa verið í tvöfalda skilrúminu milli Suðurstofu og Skála. Hvor-
ugur þekkir tildrög sögunnar. „Ennþá finn ég kalda vatnið læðast
niður hrygginn er ég geng fyrir Dimmagang, en aldrei endranær,“
segir Eiríkur.
Stigi lá gegnum þilið milli Bæjardyra og Dimmagangs upp á
Salloft. Salloftið var gestaherbergið á Hallfreðarstöðum og mjög
rúmgott, því að það náði bæði yfir salinn og bæjardyrnar. Þar voru
eins konar lokrekkjur meðfram portinu út undir súðunum báðu-
megin. Þær voru afþiljaðar til höfða og fóta, en opnar í miðju og
sparlök til að draga fyrir. Skuggsýnt var inni í rekkjunum, varla
lesbjart. Aftan við aðra lokrekkjuna var fataskápur, en servantur
aftan við hina. Loftið var eins og venjulegt herbergi undir palli að
96
MULAÞING