Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Qupperneq 101
lögun, því að þilin framan við lokrekkjurnar náðu upp undir
skammbita og þiljað neðan á þá. Spjaldþil til endanna. Loftið í
herberginu var málað hvítt eða mjög ljósblátt, rammarnir utan um
spjöldin brúnir og sömuleiðis rekkjustokkar og rekkjuþil, en spjöld-
in blá, gluggarnir tveir hvítir og sex rúður í hvorum festar með
stiftum og kítti í ramma eins og siður hefur verið til skamms tíma.
Skarsúð var á öllum frammihúsunum.
Lítið loft var á ganginum framan við Salloflið og hálfþil á stafn-
inum til vesturs með einum glugga út að baðstofusundinu.
Skálinn var með moldargólfi, en alþiljaður að öðru leyti. „Hann
var notaður sem geymsla í okkar tíð,“ segir Eiríkur, en áður sem
eldhús, sem sjá má á því að rörgat var bæði á pallinum og súðinni.
Vigfús telur að Halldór Jakobsson hafi búið þar um skeið. Ekki er
ósennilegt að vinnumenn hafi einhvern tíma átt svefnstað í skálan-
um.
A skálalofti var ein geymsla enn og þar saman komið safn bús-
muna, kistur, koffort, rokkar og önnur tóvinnuáhöld, vefstóll o. fl.
1 skemmunni voru geymd amboð, rekur, kvíslar, reiðfæri, reipi,
hnakkar og söðlar, og þar aðstaða til smíSa og viðgerða, hefilbekk-
ur og tilheyrandi smíðatól, svo sem hamrar, sagir, heflar, naglbítar,
hjólsveifar, borar, alir, sporjárn, bjúghnífar o. s. frv.
Nú er rétt að hverfa fram í Bæjardyr aftur. Inn úr þeim lágu
göngin, dimm og löng, teikningin sýnir um 17 metra vegalengd frá
Bæjardyrum til Baðstofu. Göngin voru mikið niðurgrafin, nánast
jarðgöng, og eina glætan var sú er barst inn um örlitlar glugga-
borur sem að vísu eru ekki sýndar á uppdrættinum. Þar eru sýndar
fjórar liurðir, en miðhurðirnar tvær voru lítt notaðar hin síöari
ár og sú fremri hvarf alveg. Þetta voru skellihurðir. Þær lokuðust
sjálfkrafa með nokkrum glumrugangi, því að í karminn yfir hurð-
inni var festur kaðall sem lá á tvinnakefli fest efst á hurðinni og
náði niður fyrir hana miðja. Í enda kaðalsins var hengdur flatur
steinn með gati, eitt til tvö kg á þyngd. Þegar hurðin var opnuð
dróst steinninn upp, en féll niður þegar henni var sleppt, og þá féll
hurðin að stöfum. Varð af því skellur og skruðningar þegar steinn-
inn dróst eftir hurðinni. Veggirnir voru hlaðnir úr torfi og grjóti,
torfið eins og sleikt inn á milli steinanna. Þau voru vel manngeng,
MULAÞING - 7
97