Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 103
húsið, og þar biðu hans a. m. k. eftir 1880 þeir hvítu handleggir
sem Benedikt frá Hofteigi skrifar um af fínum næmleika í Pálsbók
sína bls. 44—45.
Hvítum mjúkum heitum fögrum handleggjunum
vil ég heldur vafinn þínum
vera en hjá guði mínum.
Og þá þú minnist minna harma,
þér mild af augum hrynja tár
og leggur um mig Ijósa arma,
mitt leikfang er þitt bjarta hár.
Handleggjunum hálsinn minn
hvítum þú og mjúkum vefur
Hefði Eiríkur orðið myrkfælinn í Dimmagangi í æsku ef hann
hefði vitað af þessum hvítu handleggjum bæjarins?
Baðstofan var stefnstaður heimilisfólksins, þar voru föst rúm
langs og þvers, og hún var vinnustaður þess á kvöldin. Eiríkur
segir: „Við höfðum fyrst Uthúsin tvö. Fóstri sat í dyrunum og las
upphátt, og olíulampinn hékk líka í dyrunum og lýsti til beggja
hliða.“ Eiríkur man vel hinar gömlu kvöldvökur með prjónaklið,
myndrænar ullartásur flóandi um keltur kvenna, slátt vefstóls og
fótaþóf, meira að segja man hann vökustaura setta upp til gamans,
kallar þá raunar augnteprur eins og sums staðar tíðkaðist, og hann
man kvæðamanninn Hárek Bjarnason frá Hnefilsdal kveðandi lang-
ar rímur drynjandi röddu tímunum saman. Annars hefur svo
margt verið ritað um kvöldvökur að af þeim fer tæplega nýjum
sögum lengur, og í stað þess að þylja langloku skal flett upp þekktri
vísu eftir Pál: _ . , , .
Brennivin er a bænum ei,
blönduna hlýt ég þamba,
gæðingunum að gefa hey,
ganga síðan til lamba.
Klökugur heim þá kominn er
kvenfólkið réttir strax að mér
andskotans ullarkamba.
MULAÞING
99