Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 108
og sat á Hallfreöarstöðum nokkur ár og dó þar 1815. Benedikt frá
Hofteigi segir í Ævisögu Páls Olafssonar að hann hafi byggt bæinn
myndarlega upp, en ekki er undirrituðum eða heimildarmönnum
kunnugt um hvort hann hefur byggt upp allan bæinn, sem er ósenni-
legt þar sem hann er þar ekki nema nokkur ár, eða hve mikinn hluta
hans, og ekki heldur hvort nokkuð af byggingum sýslumanns hefur
staðið allan aldur bæjarins. Það væri þá helzt hlóðaeldhúsið þótt
byggingarlag þess bendi ekki að öllu leyti til þess samanborið við
lýsingu Guðmundar frá Húsey á gömlum eldhúsum. Sennilega hefur
hann byggt suðurhluta baðstofunnar, sem Páll Ölafsson endurbyggði
um 1880, og er til vill alla, þótt Guðmundur frá Húsey álíti að Guð-
mundur Jónsson langafi hans hafi byggt a. m. k. nokkurn hluta
hennar. Guðmundur var kominn í Hallfreðarstaði 1818 og bjó þar
tii 1845. Vafalaust hefur annaðhvort hann eða Páll sýslumaður
byggt norðurhlutann (Úthús), og ef það hefur verið Guðmundur
eru mestar líkur til að hann hafi gert það snemma á búskaparárum
sínum á Hallfreðarstöðum, því að Guðmundur frá Húsey kemst svo
að orði að hún hafi verið „mjög forn“. Hann var fæddur 1862 og
hefur fyrst kynni af Páli Ólafssyni um 1870 og ekki fyrr en nokkru
síðar af Hallfreðarstaðabæ. Hann hefði varla kallað 30—40 ára
baðstofu forna. Byggingarsögufróðir menn kynnu að geta dregið
rétta aldursályktun af gerð hennar, t. d. nær óunnum innviðum
hennar, töppun gólffjalanna o. fl.
Ymislegt bendir til að Útstofuhúsið hafi verið mjög gamalt, ef
til vill frá tíð Páls Guðmundssonar. Vigfús fullyrðir að sú bygging
hafi verið eldri en syðri húsin; þar voru heimasmíðaðir naglar í
stafnþilinu og fleira sem henti til gamals tíma, t. d. var það af sterk-
ari viðum gert en þau hús sem vitað er urn að Páll Ölafsson byggði.
Varla hefur sýslumaður haft bækistöð fyrir embættið inni í bað-
stofu fullri af fólki, og er líklegt að hún hafi verið í Útstofu og á
Útstofulofti.
Ekki fer á milli mála að Páll Ólafsson endurbyggði mikinn hluta
bæjarins, en erfiðara er að fullyrða hvað hann byggði og hvað er
eldra. Og eitthvað kynni að vera frá tíð séra Jakobs og barna hans,
Halldórs og Ingibjargar, þótt engum sögum fari af að það fólk hafi
byggt á Hallfreðarstöðum.
104
MULAÞING