Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 109
Páll bjó á Hallfreðarstöðum frá 1855 til 1892; hann kvæntist
Þórunni 1856. GuSmundur frá Húsey segir aS hann hafi byggt nokk-
urn hluta baðstofunnar um 1880, en í bréfum Páls sem prentuS eru
í Skrifaranum á Stapa er nokkrum sinnum minnzt á byggingarfram-
kvæmdir.
1 bréfi til Páls Pálssonar dags. á HallfreðarstöSum 8. sept.
L866 getur hann þess að hann hafi keypt alla jörðina og hún sé vel
hýst nema helmingur baðstofunnar, og rúmum fjórum mánuðum
síðar skrifar liann nafna sínum og mági annað bréf þar sem hann
íýsir bænum nokkuð. Orsök þess er sú að Páll skrifari hefur skrifað
honum hugleiðingar um bernskuheimili sitt; hann var alinn upp eftir
t'ráfall föðurins í Odda á Rangárvöllum hjá séra Sæmundi Jónssyni
og hafði ekki komið í HallfreSarstaði síðan 1822 er hann brá sér
austur að liitta móður sína og systkini.
Páll Olafsson segir í þessu Lrréfi: ,.Bærinn hefur víst breytzt allur
að húsaskipan síðan þér sáuð hann, og því ætla ég lítið að lýsa.
Fjögur þil snúa fram á hlaðið, tvær skemmur fremstar, svo bæjar-
dyr, þá stofan yzt, hún á að heita vandað hús og allur bærinn vel
liúsaður. Baðstofan liggur út og fram að húsabaki, hér um 8 stafn-
gólf, sum ný og sum forn. Yzt í þorpinu er búr og eldhús og fjós.
TJthýsi eru mikil og dágóð, 4 lilöður alls. Enn stendur gamla kúa-
hlaðan.“
Af þessari lýsingu er nokkurn veginn ljóst, að á tímabilinu frá
1822 til 1867 hefur bærinn tekið algerum stakkaskiptum. Skemman
hefur verið byggð, Skálinn, Bæjardyrnar og a. m. k. hluti af bað-
stofunni. Og raunar segir hann frá eins og öll þau hús er hann
nefnir séu tilkomin á þessum 45 árum, notar meira að segja orðið
allur og nafngreinir öll húsin nema Hestakofa.
Yið þessa vitneskju hækkar byggingarkvóti bændanna er á Hall-
freðarstöðum bjuggu á þessu tímabili, og kynni að vera að „fornu
stafngólfin“ ein væru frá dögum Páls sýslumanns, eða jafnvel ekki
einu sinni þau, en líklega gamla kúahlaðan, nema hún væri frá önd-
verðum búskaparárum Guðmundar Jónssonar.
A þessu tímabili bjuggu á Hallfreðarstöðum auk Guðmundar
Jónssonar: mæðgurnar Malena Jensdóttir ekkja Páls sýslumanns og
Sigríður móðir hennar; Guðmundur Bjarnason frá Ekru, tengda-
MULAÞING
105