Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 110
sonur nafna síns Jónssonar; Halldór Sigfússon fyrri maður Þórunn-
ar Pálsdóttur, eða hún öllu heldur því að hans naut skammt við,
og síðan Páll og Þórunn.
I Pálsbréfum í Skrifaranum á Stapa er ekki framar minnzt á
byggingar, en til eru óprentuð bréf frá Páli þar sem byggingar-
þankar skjóta upp kollinum.
Fyrsta fardag árið 1879 skrifar Páll Jóni Jónssyni á Sleðbrjót
alþm., bróður Guðmundar frá Húsey:
„Ég er að hugsa til að rífa eftir helgina, en mig vantar bæði mat,
borð, saum, tjöru, menn og peninga.
Ég býzt við að senda grindur mínar á Seyðisfjörð eftir borðum.“
Einnig ráðgerir hann að biðja Hlíðarmenn að flytja borð sem hann
á þar. „Það eru mörg í mér veðrin núna, enda þarf þess ef þessi
hús eiga að komast upp. Ég ætti svo að bregða búi að vori, byggja
jörðina og lifa á greiðasölu og brennivíni og fallegum húsum og
Stjörnu og hestaprangi, kveðskap og kvenfólki.
Það verður notandi fyrir ykkur sem allt fáið „gratís“ að vera
borðsettir við slíka rétti.“
Árið 1883 segir hann í ódagsettu bréfi til Jóns:
„Vigfús flutti fyrir mig baðstofutrén.“
Þetta má ekki minna vera, en gerir þó ljóst að um þetta leyti er
Páll að byggja suðurhluta baðstofunnar, enda kemur það heim við
frásögn Guðmundar frá Húsey sem segir að hann hafi byggt „um
1880“. Það er þá suðurhlutinn sem hann byggir, a. m. k. Suður-
hús og Miðhús og ef til vill Miðbaðstofa, en annars hefur Vigfús
grun um að hún hafi verið eitthvað eldri eins og áður er minnzt á.
Salurinn. I einu bréfanna til Jóns á Sleðbrjót dagsettu 20. apríl
1885 er þessi klausa:
„Hef flutt mig fram í salinn í dag með konu og börn, meðan ver-
ið er að þvo húsin undir sumarið.“
Það er eftirtektarvert að Páll nefnir ekki salinn (Suðurstofa á
teikn.) á nafn í bréfinu til skrifarans 1867, en skýrir frá Utstofu
sem stofu heimilisins. Af þessu verður ekki betur séð — og liggur
raunar í augum uppi — að Páll hefur gert salinn og loftið síðar.
Hann hefði ekki látið ógert að minnast á þær vistarverur í bréfinu
frá 1867 hefðu þær verið komnar. Það er því bersýnilegt, að milli
106
MÚLAÞING