Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 112
Skála og Útstofu hafa 1867 aðeins verið bæjardyr, eins og hann líka
tekur fram, líklega rúmgóðar bæjardyr eins og títt var, bæjardyra-
burstir lægri en hinar burstirnar og sennilega torfveggur á milli
þeirra og Skála. Þetta hús hefur hann rifið kringum 1879, fjarlægt
vegginn ef verið hefur, og byggt nýtt upp með bæjardyrum, Sal og
Sallofti.
Niðurstaðan af umþenkingum um þessar bréfaklausur verður
því sú að bæjardyrahúsið með sal og lofti sé byggt 1879 og borð-
in, saumurinn og tjaran sem hann nefnir í bréfinu þar til brúks
ætlað; og suðurendi baðstofunnar nokkru fyrr, 1873 eða 1874.
Sú skoðun hefur verið nokkuð almenn að Páll hafi verið fremur
lélegur bóndi og ósýnt um búskap, Þórunn hafi búið fyrir hann, en
hann sjálfur riðið í loftköstum um sveitir, stráð um sig skáldskap
og drukkið brennivín. Þessi skoðun á Páli er örugglega alröng og
auðséð af mörgu, t. d. Pálsbók Benedikts, þætti Guðmundar frá Hús-
ey og ekki sízt bréfum Páls, að hann hefur að vísu verið rausnar-
maður og hrókur alls fagnaðar, vinur víns en enginn þræll, en um-
fram allt skapfestumaður og mjög framfarasinnaður. Það sýna
byggingaframkvæmdir hans, garðhleðslur, skurðgröftur og erilsöm
umboðsmennska eftir að hún kom til. Hins vegar má vera að dagleg
búsýsla og stjórn hafi hvílt á örmum konunnar og Páll ekki verið
til slíks hneigður. Auk þeirra framkvæmda sem hér hafa verið
nefndar gerði Páll margt á Hallfreðarstöðum, t. d. hlóð hann tún-
garð umhverfis túnið, ræsti fram stóra mýrarfit í því, keypti hluta
í Hallgeirsstöðum í Hlíð og hafði þar 100 sauði og 1872 hafði
hann á fóðrum 6 kýr og 3 vetrunga í fjósi, 11 hesta og 500 fjár.
En mestu skapfestuna sýndi hann í því að bregðast ekki Þórunni
í hjúskapnum eftir að ást til Ragnhildar altók hann og hún hafði
endurgoldið hana. Istöðulaus glaðrón hefði hlaupizt á brott, en
Páll þraukaði.
Enn er að finna í bréfi frá Páli klausu um byggingar. Það er til
Jóns á Sleðbrjót dags. 2. des. 1890:
„Minn ástkæri Jón.
Þetta er mitt fyrsta bréf í nýja húsinu, og tvær vísur til Ragn-
hildar skrifaði ég í því í fyrradag.“
108
MÚLAÞING