Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 113
Líklegt er afr „nýja húsið“ sé Skrifkompan, en algengt var að
kalla herbergi í baðstofum hús sem kunnugt er.
Ekki verður hér rakin saga Hallfreðarstaða eða búskaparsaga
þeirra er þar hafa gengið um garða á liðnum öldum, enda varla
auðgert, nema þar sem alkunnar heimildir varpa kastljósi á bæinn
og fólkið, svo sem eins og Hallfreð gamla í Hrafnkels sögu, en
Hrafnkell er raunar Hrafnsson í Landnámu. Þá sýnir manntalið
1703 að Hallfreðarstaðir voru sýslumannssetur á þeim tíma. Senni-
lega hefur Hallfreðarstaðabær oftar í sögunni hýst valdsmenn og
stórbokka; til þess bendir a. m. k. það að jörðin átti rekaítak, æði-
sandspildu í Eyjaselslandi skammt vestan Jökulsárósa, og upprekst-
ur í Tangholt í Heiðarselslandi fyrir 70 hagalömb og nokkra naut-
gripi. Slík ítök og önnur einkenna stórbýlisjarðir á Héraði eins og
nýlendur stórveldi til skamms tíma.
Elzta sóknarmannatal Kirkjubæjarsóknar hefst 1822 og er nokk-
uð slitrótt allt fram til 1891.
Benedikt frá Hofteigi getur þess í Ævisögu Páls Olafssonar að
1752 hafi hinn kunni sýslumaður Pétur Þorsteinsson lýst eignar-
heimild sinni á Hallfreðarstöðum, og með rangindum sem entust
honum „til æruleysis lífs og liðnum“, og er sagt nánar frá því í
ævisögunni. Sonur Péturs var Guðmundur sýslumaður í Krossavík
og hans sonur Páll sýslumaður á Hallfreðarstöðum. Páll fékk Norð-
ur-Múlasýslu 1807, bjó fyrst á Breiðavaði, en síðar á Hallfreðar-
stöðum til 1815 er hann lézt. Benedikt segir Pál hafa verið gæflynd-
an kraftamann. Hann var fæddur 1777, kvæntur Malenu Jensdóttur
verzlunarmanns Örums á Vopnafirði og átti þau fimm börn, Pál
amtsskrifara á Stapa; Sigríði er fyrst átti séra Þorstein Helgason í
Reykholti og eftir andlát hans séra Sigurð Thorarensen í Hraun-
gerði; Þórunni á Hallfreðarstöðum; Stefán tengdason og aðstoðar-
prest séra Guttorms Þorsteinssonar á Hofi, um hann orti Jónas Hall-
grímsson hið kunna erfiljóð sem erindin „Hvað er skammlífi?“
og „Hvað er langlífi?“ eru í, og Siggeir, fjölhæfan mann en marg-
lyndan, hann var mágur Páls Ólafssonar í tvennum skilningi, kvænt-
ur Önnu Olafsdóttur systur hans, en þau skildu. Páll sýslumaður var
MULAÞING
109