Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 116
„ráðsmaður“ og „fyrirvinna“ Þórunnar, dottinn niður í óbreytt
vinnumannsstand. Astæðan var sú að 1855 kom Páll Olafsson í Hall-
freðarstaði og gerðist ráðsmaður Þórunnar, og 1856 gengu þau í
hjónaband sem kunnugt er, hann 29 ára að aldri og hún 45 og hafði
þá verið ekkja í 10 ár. Guðmundur ráðsmaður og síðar vinnumað-
ur dvaldist þar áfram líklega til æviloka. Hann var ættaður frá Borg-
arfirði, ókvæntur og barnlaus. Það var hann sem Páll gerði ljóða-
bréfið Sjúkdómslýsingu um: „Nú er Guðmundur gamli veikur - - -“
Árið 1859 búa Páll og Þórunn á allri jörðinni með 16 í heimili
og helzt svo til 1862, en þá fluttust þau upp á Velli, fyrst að Höfða
og síðan að Eyjólfsstöðum. Páll var þá settur sýslumaður um stund-
arsakir og kosinn á þing og tók við umboði Skriðuklausturjarða.
Páll leigði jörðina Jóhannesi Magnússyni frá Hallgeirsstöðum.
Jóhannes var upprunalega frá Þorvaldsstöðum í Skriðdal og rataði
þar í bernsku í átakanlegt ógæfumál ásamt Matthíasi bróður sínum,
ef rétt er frá hermt í sögum Sigfúsar Sigfússonar 8. bindi bls. 97—
98. Einnig flutti þangað 47 ára ekkja, Guðrún Eiríksdóttir, og með
henni fjögur vinnuhjú um tvítugt sem eiga Eirík að föðurnafni nema
eitt.
Guðrún býr þar tvö næstu ár, en 1865 er þangað kominn Magnús
Jónsson og Ragnhildur Eiríksdóttir. Ragnhildur var systir Guðrúnar
síðustu konu Guðmundar Bjarnasonar. Magnús var vopnfirzkur að
ætt. Þessi hjón voru á Hallfreðarstöðum a. m. k. fram á næsta ár,
en síðan vantar tvö ár í bókina. Magnús fluttist í Hallfreðarstaða-
hjáleigu og bjó þar lengi. Það mun vera hann sem Páll minnist
á í ljóðabréfinu til Ríkharðs Þórólfssonar: „Magnús dugði manna
bezt - - -“
Sama ár, 1866, komu þau Páll og Þórunn aftur, og 1869 eru
þar 18 manns í heimili.
Árið 1870 vantar í prestsbókina, en 1871 eru á Hallfreðarstöð-
um 12 verkfærir menn í beimili, m. a. tvenn hjón, og þar er þá
Björn Idjörleifsson „niðursetningur“, sá sem átti að vera launsonur
Páls Olafssonar af því að hann var hagmæltur, var fé fóstri líkt.
Um þessar mundir uppvaktist af þessari orsök og fleiri andúð á
Páli. Þá þótti hann líka eiga of vingott við Ragnhildi Björnsdóttur.
Um þessi mál er listilega fjallað í Pálsbók Benedikts, svo og um
112
MULAÞING