Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 119
Eiríkur var austurskaftfellskur að ætt, sonur Sæmundar Halldórsson-
ar frá ViðborSsseli og Kristínar Þorláksdóttur frá Lambleiksstöðum.
Kona Eiríks var Halldóra Sigurðardóttir frá Bakka á Mýrum. Þau
bjuggu á Grund á Jökuldal áður en þau fluttu í Hallfreðarstaði.
Eiríkur var fæddur 1863 og Halldóra 1879. Þau áttu þrjá syni, Elís,
Vigfús og Valgeir, og tóku þeir við búi foreldra sinna 1934 og
keyptu jörðina 1936. Elís er kvæntur Anítu Sigurbjörnsdóttur og
Vigfús Sigríði Jónsdóttur frá Litla-Steinsvaði. Valgeir andaðist
1962. Þeir bræður bjuggu í tvíbýli frá 1939 til 1963, er þau Vigfús
og Sigríður létu af búskap og fluttu í Egilsstaðakauptún. Við brott-
för Vigfúsar keypti Gísli Halldórsson skólastjóri frá Hrafnabjörg-
um í Hlíð bálflendu hans og rekur þar nú skóla fyrir Tungumenn.
Kona hans er Stefanía Hrafnkelsdóttir frá Hallgeirsstöðum.
Hjá Eiríki og Halldóru ólst upp Eiríkur Stefánsson kennari við
Laugarnesskólann í Reykjavík. Hann er sonur Stefáns Andréssonar
á Gestreiðarstöðum í Jökuldalsheiði og Guðrúnar Hálfdánardóttur
frá Bakka á Mýrum. Þau bjuggu um skeið á Laugavöllum á Jökul-
dal, og er Eiríkur þar fæddur 1901.
Þeim Eiríki og fóstbræðrum hans Elísi og Vigfúsi er það mikið
áhugamál að varðveita og hlúa sem bezt að minningum og minjum
um Hallfreðarstaði, gamla bæinn þar og jörðina. Af þeirri viðleitni
þeirra er þessi þáttur sprottinn.
Heimildarmenn:
Eiríhur Stefánsson, Vigfús Eiríksson, Elís Eiríksson,
Benedikt Gíslason frá Hofteigi.
Aðrar heimildir:
Ornefnaskrá Hallfreðarstaða, gerð af Eiríki Eiríkssyni 1970. Forn-
býli og eyðibýli í Múlasýslum eftir Halldór Stefánsson, Múlaþing 5.
hefti. Ættir Austfirðinga. Ljóð eftir Pál Olafsson. Helgafell 1955.
Ljóðmœli Páls Olafssonar. Helgafell 1944. Skrifarinn á Stapa. Finn-
ur Sigmundsson. Bókfellsútg. 1957. Að vestan 4. bindi. Guðmundur
Jónsson frá Húsey. Norðri 1955. Páll Olafsson (ævisaga). Benedikt
Gíslason frá Hofteigi. Leiftur 1956. 1slenzkar æviskrár. Bréf frá Páli
Ólafssyni til Jóns Jónssonar Sleðbrjót. Landsbókasafn. Sóknar-
mannatal Kirkjubœjarsóknar 1822—1923.
MULAÞING
115