Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 123
í æviþáttum sínum segir Sigfús:
„Hann fann að honum var vel við alla sem vildu honum vel, því
var fólkið að gera honum illt? Hann hafði sér vitanlega ekkert unnið
til þess. Þessu jafnhliöa gerðist hann ómannblendinn, hugsandi og
þunglyndur, hneigöist þá mj ög að trúnni, sífelldlega íhugandi Guð
og aðra tilveru. Yildi hann þá helzt yrkja sálma á milli þess sem
hann þóttist þurfa að beina frá sér. En þá þótti hann níðskár um of,
og sárnaði mörgum sem urðu fyrir vísum hans meira en efni stóðu
til. Enda kvaðst Sigfús vera andlega skyldur Bólu-Hjálmari og dáði
mj ög kvæði Hj álmars.“
Sigfús kvartar oft um skilningsleysi samtíðarmanna sem í eftirfar-
andi vísu:
„Því hef ég mig við fárra fellt
flysjungs kjaftaglingur,
mig hefur líka lengi elt
lygi og misskilningur.“
Þegar Sigfús var 16 ára dó fóstra hans, og tregaði hann hana
mjög. Fór hann þá fljótlega frá Skeggj astöðum og var í vistum á
ýmsum stöðum í mörg ár. Hann var fyrst hjá skyldfólki sínu, en
síðan hjá vandalausum. Hann var vinnumaður á Nesi í Loömund-
arfirði tvö ár, 1883—’84, hjá Valtý Yaltýssyni, föður Helga Val-
týssonar rithöfundar. Helgi var þá barn að aldri. Hann segir:
„Sigfús Sigfússon var sjómaður góður og yfirleitt ágætur verk-
maður, m. a. afburðasláttumaður. Hann var vinnumaöur föður míns
um tveggja ára skeið. Mun ég vera sá fyrsti sem fékk að grúska í
syrpu hans og sennilega sá eini. En hann var hræddur um plögg sín
sem þegar voru oröin allmikil um þær mundir.“
I ævisögu sinni nefnir Sigfús veru sína á Nesi og segir svo meðal
annars:
„Valtýr átti börn vel efnileg, sem hændust mjög að Sigfúsi og
sögum hans, sem nú voru orðnar nokkrar. Voru þau hvert öðru
greindara, enda Helgi nafnkunnur orðinn. Hann var alltaf rekkju-
félagi Sigfúsar og blaöaöi í skruddum hans.“
Um þjóðsagnasöfnun sína segir hann um þetta leyti:
„Nú átti Sigfús þykka bók í fjögurra blaða broti og færði þar inn
MÚLAÞING
119