Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 124
þjóðtrúarsögur sínar og kallaði hana Málgu. En aðra bók hafði
hann fyrir alþýðu- eða almúgasagnir og kallaði hana Múgu. Það
voru sannar sagnir af afburðamönnum í andlegu og líkamlegu til-
liti.“
Þegar Sigfús byrjaði á þjóðsagnasöfnun mun hann varla hafa
órað fyrir að hún yrði slíkt stórvirki sem raun varð á.
A Nesi kynntist Sigfús stúlku sem honum fannst bera af öðrum
konum. Ekki urðu þau kynni varanleg. „Viðkynningin varð nóg til
þess að geta aldrei gleymzt:
Eg sakna þín einatt þótt sýnist ég hress,
og sjálfur ég ásaka mig,
því ást mín og trygglyndi urðu til þess
að um eilífð ég líð fyrir þig.“
Haustið 1889 fór Sigfús í Möðruvallaskóla og útskrifaðist þaðan
1891. Sigfús hafði þjóðsagnasyrpur sínar með sér í skólann, og sáu
kennarar hans þær af tilviljun og hvöttu hann til að halda áfram
því starfi, enda safnaði hann nokkrum sögum Jrar nyrðra. Sigfús út-
skrifaðist með lágum vitnisburði. En þáverandi skólastjóri, Jón
Hjaltalín, sagði við hann er hann afhenti vitnisburðinn: „Allir
skólavitnisburðir eru verri en lyginn maður. Hann segir stundum
satt, en þeir aldrei.“
Eftir að Sigfús kom frá Möðruvöllum var hann ekki í ársvisium,
hann stundaði ])arnakennslu á vetrum, en daglaunavinnu aðra árs-
tíma. Hann þótti samvizkusamur kennari, og mun börnum sem nutu
kennslu hans, hafa orðið hún drjúgt veganesti.
Jafnframt þessu vann hann að áhugamáli sínu, þjóðsagnasöfnun-
inni. Svo var eljusemi lians mikil við það starf að hann bar með sér
ritföng á engjar þar sem hann var í kaupavinnu, og notaði stopular
hvíldarstundir til ritstarfa. En það er einmitt samnefnari á ritstörfum
Sigfúsar: Þjóðsagnasafnið, sem hefði orðið ævistarf flestum mönn-
um, er unnið í stopulum tómstundum.
Alls staðar þar sem Sigfús dvaldi sagði hann sögur og kom á
þann hátt fólkinu sem hann dvaldi með, til að rifja upp það sem það
kunni af því tagi. Urðu gömlu konurnar þar venjulega þrautseig-
astar.
120
MÚLAÞING