Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 125
Áður en Sigfús fór að safna þjóðsögum höfðu nokkrir menn lagt
þar hönd á plóginn í sambandi við þjóðsögur Jóns Árnasonar, svo
sem Jón Sigurðsson í Njarðvík, Sæbjörn Egilsson á Klyppsstað,
síðar bóndi á Hrafnkelsstöðum, Sigmundur M. Long o. fl., en starf
þeirra virðist hafa fallið niður að mestu leyti þegar það safn var
komið út.
Hér eystra var því um auðugan garð að gresja þegar Sigfús hóf
starf sitt, enda gnæfir hann yfir austfirzka þjóðsagnaritara sem tröll
yfir dverga.
Nokkrir skrásettu þó sögur samtímis Sigfúsi, t. d. dr. Björn
Bjarnason frá Viðfirði, Guðmundur Jónsson frá Húsey o. fl.
Fáir eða engir Austfirðingar, hvað þá aðrir, gerðu sér grein fyrir
hvílíkt afreksverk Sigfús var að vinna. Flestir töldu það sérvizku og
hjátrú og gerðu víst óspart gys að þessu verki. Enn í dag örlar á
þeirri skoðun. Einn kunningi minn sagði nýlega við mig, þegar
hann frétti að kynna ætti verk Sigfúsar á samkomu:
„Ætlið þið nú að fara að predika um hálfvitlausan karl sem ekk-
ert nennti að gera og flakkaði um skitinn og lúsugur og skrifaði upp
lygasögur sem margar gerðu sér að skyldu að ljúga í hann?“
Það er að vísu rétt, að ýmsir gárungar lugu að honum sögum,
því að Sigfús gagnrýndi ekki heimildir sínar svo mjög, enda skorti
hann aðstöðu til heimildakönnunar og átti takmarkaðan aðgang að
rituðum gögnum. Ef til vill verða þessar sögur hið eina sem heldur
nafni þeirra á lofti þegar tímar líða, því að langoftast nafngreinir
hann heimildarmenn. Þó eru sögur af þessu tagi fáar í safni hans.
En hér eru sem oftar skiptar skoðanir á manngildi Sigfúsar.
Sólrún Eiríksdóttir á Krossi í Fellum segir er hún minnist hans:
„Mig hefur oft tekið sárt til þessa einstæðings, sem ég man svo
vel eftir. Hann var stundum kaupamaður hjá Páli fóstra mínum
bæði við slátt og fleiri verk. Líka kom hann oft án þess að vera við
vinnu, var þá venjulega nokkra daga, og töluðu þeir þá jafnan
langt fram á nætur, oftast um fornsögur eða annan þjóðlegan fróð-
leik. Mikið leit ég hýru auga pokaskjattann sem hann hafði á bak-
inu. Þessi litli poki fannst mér hafa að geyma dýrmætan fjársjóð.
Stundum fór Sigfús niður í posann með hendina og tók upp nokkr-
ar bækur, sumar stórar, aðrar litlar, allar þéttskrifaðar með allavega
MULAÞING
121