Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 126
litu bleki, svörtu, bláu, grænu og rauðu. Þá las hann oft fyrir okkur
nokkrar sögur og mér er í minni hvað ég var hrifin af sögunum, þó
sérstaklega huldufólkssögunum. Aldrei mátti ég hlæja þegar Sigfús
var nálægt mér, var bannað þaö.“ Síðustu orð Sólrúnar víkja að
því að Sigfús var ákaflega spéhræddur, einkum á síðari árum.
Eins og nærri má geta var vinnuaðstaða hans mjög erfið. Hann
var alla ævi á hrakningi og átti aldrei þak yfir höfuðið. Efamál er
að hann hafi nokkurn tíma átt borð til að sitja við — og skrifaði
raunar oft án borðs. Ymsir kunningja hans um Hérað og Fjörðu
veittu honum húsaskjól af og til. Þar vann hann að safni sínu ó-
skiptur þegar frístundir gáfust frá vinnu fyrir daglegum þörfum.
Af þessum mönnum ber hæst merkisbóndann Einar Þórðarson á
Eyvindará. Hjá honum áttu margir einstæðingar athvarf um lengri
og skemmri tíma, og átti bústýra hans, Guðný Jónsdóttir, sinn þátt
í því.
Á Eyvindará hafði Sigfús lögheimili í mörg ár og átti þar athvarf
þegar fokið var í önnur skjól.
Árið 1906 var svo komið, að þjóðsagnasafn Sigfúsar var orðið
meira að vöxtum en allt sem þá var prentað í þeim fræðum á ís-
lenzku. Þá hóf Sigfús baráttu fyrir því að koma safninu á prent.
Varð það löng barátta og varla hægt að segja að henni sé lokið enn
í dag. Þetta ár, 1906, varð Oddur Björnsson prentari á Akureyri
eigandi að safninu, en þótti það of bundið við Austurland og hætti
því við að gefa það út. Haustið 1906 fór Sigfús til Akureyrar og af-
henti Oddi safnið. Þegar hann kom austur aftur lýsir hann störfum
og hugrenningum sínum á þessa leið:
„Sigfús tók nú til óspilltra mála við vinnu sína. Hneigðist nú
hugsun hans að vísna- og ljóðagerð er hann hugði sig lausan við
safnið. Var hann undir niðri leiður á hinu tilgangslausa lífi og orti
löngum til að reyna að gleyma umkomuleysinu, en sá sig engan
kost eiga þess er bætti úr einstæðingsskap hans, en sá sér lítinn vinn-
ing er kostur var á. Var og föst og forn tryggð flestu nýju til fyrir-
stöðu. Hann var fastur í lund, en þó hvarflandi mjög.“
Sigfús fékk safnið aftur eftir að það hafði verið í vörzlu Odds
nokkur ár. Nokkrum árum síðar kom til orða að Isafoldarprent-
smiðja gæfi það út, en ekkert varð úr því.
122
múlaþing