Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 127
Meðan þessu fór fram vann Sigfús eins og áður að safna þjóð-
sögum, og stækkaði safnið með hverju ári.
Skömmu fyrir 1920 kom til orða að danskt forlag tæki að sér
útgáfuna (Aschoug Forlag) en það var sama sagan og fyrr, safnið
þótti of stórt.
Að lokum stofnuðu nokkrir Austfirðingar félag í því skyni að
koma þjóðsögunum á prent. Aðalhvatamaður þess var Benedikt
Jónasson frá Eiðum, verzlunarstjóri á Seyðisfirði, og fleiri mætir
menn. Má þar nefna Benedikt S. Þórarinsson kaupmann í Reykja-
vík, en hann hafði áður reynt að semja við hið danska forlag.
Ekki þótti fært að ráðast í útgáfuna án þess að kynna sér sölu-
horfur. Ferðaðist Sigfús um Austurland sumarið 1921 norðan frá
Digranesi og suður að Heinabergsvötnum og safnaði áskrifendum
að þjóðsögunum. Þessi ferð var nokkurt afrek, því að hann mun
mestan hluta leiðarinnar hafa ferðazt fótgangandi og var þá kominn
á sjötugsaldur. Sigfús lét vel yfir þessari ferð og segir að sér hafi
nær alls staðar verið vel tekið. Áskrifendur urðu nær 1400, og
fyrsta bindið af þjóðsögunum kom út á Seyðisfirði 1922. Ekki
komu nema þrjú bindi út á Seyðisfirði, og mun útgáfufélagið hafa
gefizt upp. Síðan var útgáfunni haldið áfram með hvíldum. Sext-
ánda og síðasta bindið kom út 1958. Það tók því 36 ár að koma
safninu á prent.
Nú er í ráði að bókaútgáfan Þjóðsaga gefi safnið út í nýrri og
vandaðri útgáfu, enda er frumútgáfunni í ýmsu ábótavant.
Þegar þjóðsögurnar fóru að koma út hlutu þær góða dóma fræði-
manna. Margir skrifuðu um þær í blöð og tímarit, t. d. Sigurður
Nordal, Guðmundur G. Hagalín, Einar H. Kvaran o. fl. En fyrstur
til að skrifa um þjóðsögur Sigfúsar varð Þorsteinn M. Jónsson með
grein í Austra 1910.
Guðmundur G. Hagalín segir svo:
„Safn sitt það hið mikla hefur hann skrifað þá er aðrir hvíldust,
skráð mikið á kné sér, þreyttur af líkamlegri og andlegri stritvinnu.
Hver stund, hver eyrir nær því, hefur farið til að gera þetta safn
sem skýrast og skipulegast, sem mest að vöxtum og sem sannast og
réttast eftir því sem heimildir voru fyrir hendi. Og oftlega hefur
höfundurinn orðið að búa við misskilning og kerskni, illt aðkast og
MULAÞING
123