Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 130
Ófædd augu
ætla ég margar
dular rúnir ráði.“
Eins og fram hefur komið var Sigfús Sigfússon vel skáldmæltur,
en lítið hefur verið birt af ljóðum hans, aðeins tvö smákver, Kappa-
slagur og Glámsrímur, og eru bæði mjög fágæt. Nokkrar vísur
eftir hann eru í Stuðlamálum, safni lausavísna eftir íslenzk alþýðu-
skáld. Einnig munu örfá kvæði hafa birzt í blöðum og tímaritum.
Kvæðahandrit Sigfúsar eru geymd í Landsbókasafninu.
Sigfús dvaldi á Seyðisfirði mörg ár kringum 1920 og fékk lítils-
háttar styrk úr bæjarsjóði í viðurkenningarskyni fyrir störf sín, en
hann nægði hvergi nærri fyrir þörfum hans, enda var þá heilsa hans
tekin að bila til erfiðisvinnu; lifði hann því við þröngan kost. Að-
búnaði hans lýsir Sigurður Björgúlfsson þá kennari á Seyðisfirði á
þessa leið:
„Sigfús hefur marga sárbitra vetrarvökuna setið við það loppinn
af kulda í ofnlausu herbergi að bjarga frá glötun ýmsum perlum
þjóðarinnar, ofgóðum til að týnast, og skrifað á bókakoforti sínu
meðan hann þoldi við.“
Að lokum fékk Sigfús vist á Elliheimilinu Grund í Reykjavík.
Dvaldi hann þar síðustu árin og fékk dálítinn styrk úr ríkissjóði.
Eftir að hann kom til Reykjavíkur kynntist hann ýmsum mönnum
sem reyndust honum vel, og má þar nefna fyrstan Matthías Þórðar-
son þjóðminjavörð. Matthías skildi manna bezt viðhorf hans og ævi-
kjör. Arið 1932 var Sigfús kjörinn heiðursfélagi Hins íslenzka
bókmenntafélags. Við það tækifæri héldu nokkrir fræðimenn honum
samsæti. Guðmundur Finnbogason landsbókavörður ávarpaði
heiðursgestinn á þessa leið:
„Við Sigfús Sigfússon munu flestir Islendingar kannast. Ritum
hans hefir yfirleitt verið mjög vel tekið af innlendum og erlendum
fræðimönnum, og enginn efi er því, að verkið er stórkostleg náma
íslenzkrar þjóðtrúar og þjóðhátta. Það er aðdáanlegt að íslenzkur
alþýðumaður, sem alla ævi hefir til síðustu ára orðið að hafa ofan
af fyrir sér sem óbreyttur verkamaður, skuli hafa afkastað öðru
eins þrekvirki, en slíkt vinna þeir einir sem gæddir eru óútreiknandi
126
MÚLAÞING