Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Síða 131
ást á þjóðarkostum og einkennum, þoli og þrótti til ritstarfa. En
það hefir lengi verið aðalsmark margra beztu sona þjóðar vorrar.
Eg vona að öllum meðlimum Bókmenntafélagsins sé ljúft að félagið
veiti honum þennan heiður fyrir hina miklu gjöf er hann hefir fært
íslenzkum bókmenntum.“
Arið 1920 gerði Ríkarður Jónsson myndhöggvari mynd af Sig-
fúsi og kynntist honum þá nokkuð. Ríkarður hefur látið svo um-
mælt um Sigfús:
„Hann var einn hinn allra gáfaðasti, sérkennilegasti og öflugasti
persónuleiki sem ég hef hitt.“
„Hvernig var hann í sjón og raun“ heldur Rikarður áfram,
„þetta hreinræktaða séní, spekingurinn, fræðimaðurinn, skáldið og
sláttumaðurinn mikli? Sigfús var meðalmaður á hæð, allþrekvaxinn
og sérstaklega karlmannlegur hvar sem á hann var litið, ósvikið
gerpimenni eins og hann sjálfur komst að orði um annan kappa.
Frábært harðmenni í hverri raun. Andlitið var nokkuð stórskorið
og beinabert, fastmynntur var hann og kjálkagrannur, nefið allhátt
og íbjúgt, augun hvöss og lágu djúpt. Gráir brúnaskúfar héngu alla-
jafna niður yfir augun. Ennið afar mikið og upplitið djarft,
oftast alvöruþrungið, en bæði gáfulegt og höfðinglegt; sjón hafði
hann misst á öðru auga í gaddhríð á Fjarðarheiði. Var blinda augað
allt eitt hvítt vagl, er gneistaði allískyggilega er honum rann í skap.
Sigfús var ágætlega máli farinn, lá allhátt rómurinn og þó karlmann-
legur; hraðmælskur var Sigfús ekki, en talaði jafnt og þétt, ákaf-
lega skýrt og greinilega. En það sem gerði málfar hans og flutn-
ing ógleymanlegan var hinn óbifanlegi sannfæringarkraftur og
forneskjulegt hyldýpi, þar sem engu varð um ]>okað.“
Enn segir Ríkarður:
„Sigfús var eitt sinn staddur á ónefndum bæ og var að segja
sögur. Þá grípur fram í fyrir honum gömul kona og segir: „Þetta
var nú ekki alveg svona, Sigfús minn.“ Þá svaraði sá aldraði: „Nú
er það eg sem tala.“ En orðtak hans var: Sagan heimtar sinn rétt.“
Eins og áður segir var Sigfús síðustu árin á Elliheimilinu
Grund. Ekki féll honum dvölin þar sem bezt eins og eftirfarandi
bréfkafli vottar, er hann skrifaði kunningja sínum á Seyðisfirði:
„Eg gleymdi þessu atviki, enda eigi vitauðgandi að búa í þessu
MULAÞING
127