Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 132
fuglabjargi sem von er, því liingað er sent úrkastið og héðan er
skammt í kirkjugarðinn. Það sem ánægjulegt er dregur sig í hlé,
hitt stjórnar umræðum og verkum og þarf ekki að vanda sig. Hús
og herbergi ágæt, gott efni ef nokkur temdi.“
Annar bréfkafli lýsir kjörum hans nokkuð á þessum tíma. Það
bréf skrifaði hann bæjarstjóranum á Seyðisfirði, það er ódagsett:
„Þér mun sýnast allólíklegt að eg telji mig einatt til heimilis hjá
ykkur, og þó er það svo þótt eg starfi hér að því verki sem ekki
var hægt hjá ykkur og sem þess vegna er nú byrjað aftur, og óneydd-
ur hætti eg eigi við það þó erfitt gangi úr þessu. En vegna aldurs
og fátæktar er eg eigi vel staddur, því að þó að herbergi séu góð
í hælinu og sumt annað þolanlegt í ófullkomleika sínum, þá er það
dýrt, og eignir mínar hrökkva ekki til að borga það allt með styrkn-
um — 500 krónum. Þeir vilja heimta 100 krónur um mánuðinn fyrir
hús og fæði. (Þetta er í skuldum miklum.) Nú vil eg eigi ausa út
miklum vaðli, heldur spyrja þess góðlátlega hvort eg fái enga fram-
lengingu á þeim styrk sem þið veittuð mér í heiðurs- og góðvildar-
skyni. Eg lít auðvitað öðruvísi á það fé en það sem ég fyllilega vinn
fyrir. En við lendum meira og minna á herðum annarra er orka
lamast og elli sækir að. Eg veit að þið eruð einnig í þröng. En eg
geri þetta eigi að gamni mínu. Eg veit þú skilur mig og orðlengi
þetta eigi meira.“
Þess má geta að bæjarstjórn Seyðisfjarðar sá sér ekki fært að
framlengja styrkinn, enda kreppan þá skollin á.
Síðustu ævidögum Sigfúsar lýsir Ríkarður Jónsson á þessa leið:
„Hann lá nokkra mánuði í kör eftir snert af heilablæðingu. En
sú var líkn í þraut og hún ekki lítil, að hann hafði ekki hugmynd
um annað en að hann væri alltaf að skrifa kvæði sín og vildi jafnan
sýna manni sitt nýjasta ritsmíð sem væri undir höfðalaginu. En
átakanlegt var að sjá hina síblessuðu eljuhönd gamalmennisins fálma
skjálfandi eftir því sem ekki var undir höfðalaginu.“
Sigfús andaðist á Grund 6. ágúst 1935.
128
MULAÞING