Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 133
JÓN EIRÍKSSON, FV. SKÓLASTJÓRI, VOPNAFIRÐl
Síðustu búendur í Fagradal
Fagridalur
Milli Vopnafjarðar og Fljótsdalshéraðs gengur fjallgarður í sjó
fram. Inn í hann skerast nokkrir smádalir, og eru Fagridalur og
Böðvarsdalur þeirra mestir. Milli þeirra gengur Búrfjall þverhnípt í
sjó fram. Það er ekki hátt fjall, en nokkuð bratt og erfitt yfirferðar.
Eigi verður komizt landveg frá Fagradal nema annaðhvort yfir Hell-
isheiði til Jökulsárhlíðar eða Búrfjall til Böðvarsdals. Veldur þessi
lega nokkurri einangrun, einkum að vetrarlagi. Fagridalur er nokk-
ur víðáttumikil jörð, en ekki gróin eða grasgefin að sama skapi.
Eru fjöllin sem að dalnurn liggja brött og mjög grýtt. Gott beiti-
land er þó í dalnum, og gróðurgeirar teygja sig upp eftir snar-
bröttum hlíðunum milli grjótskriðnanna. Vegna víðáttunnar er beit
notadrjúg, enda gróður kjarnmikill. Bætir vetrarbeit verulega upp
hversu heyöflun er takmörkuð og engjar rýrar. Fjörubeit er líka til
mikilla nota, en ekki með öllu hættulaus.
Strandlengja Fagradals er mjög löng og fjörubakkar alls staðar
háir og brattir. Skiptast þar á víkur og vogar með söndum, klöppum,
malarfjörum og urðum, en milli þeirra ganga fram nes og tangar,
klettabríkur og hleinar. Yzti hluti fjallgarðsins heitir Kollumúli.
Ganga þar sums staðar standbjörg í sjó fram, en milli þeirra teygja
sig urðarskriður frá fjallsbrún niður í fjöru. Eru skriðurnar illar
yfirferðar og oft ófærar að vetrarlagi vegna fanna og svellalaga.
Ut af Kollumúla er Bjarnarey, allstór eyja, sem liggur undir
Fagradal. Er hún grasgefin mjög, og var þar oft haft fé á veturna.
Gekk það þar sjálfala, enda enginn til hirðingar. Klettaborgir
nokkrar eru á eynni, og veittu þær fénaði ágætt skjól hvaðan sem
MULAÞING - 9
129