Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Blaðsíða 134
vindur blés. Aldrei féll fé í eynni, en stundum týndi það tölunni
vegna slysa, einkum í sambandi við fjörubeit. Fagridalur er mikil
hlunnindaj örð, og þótt mörg þeirra væru eigi auðsótt gerðu þau býl-
ið eftirsóknarvert til ábúðar á þeim tíma sem gildi bújarða miðaðist
mest við möguleika til mataröflunar. Æðarvarp var mikið í Bjarnar-
ey, rekafjörur margar, fengsæl fiskimið við bæjarvegginn að kalla
og dálítil selveiði. Tryggðu þessi hlunnindi mjög afkomu Fagra-
dalsbænda, en atorku og dugnað þurfti til þess að færa sér þau í
nyt. Varð það eigi gert nema með nokkrum mannafla. Var því jafn-
an fjölmennt í Fagradal og oftast tví- eða fleirbýli.
Sveinn Jónsson og Ingileif Jónsdóttir hófu búskap í Fagradal
1903. Þau fluttu þangað frá Brimnesi í Seyðisfirði. Höfðu þau áður
búið þar í tvíbýli við Sigurð bróður Ingileifar. Sveinn var skaft-
fellskur að ætt, frá Gerði í Suðursveit, sonur Jóns og Oddnýjar er
þar bjuggu. Var hann einn af hinum gjörvulegu Oddnýjarsonum er
Steinþór á Hala minnist á í bók sinni Nú-nú. Ingileif var stjúpdóttir
Lárusar ríka í Papey. Þau Sveinn og Ingileif áttu þrjú börn, Odd-
nýju, Kristbjörgu og Andrés.
Síðustu búendur í Fagradal
Um Wiiumsnafnið. — Kristján í Fagradal skrifaði alltaf nafn
sittþannig: Kristján N. Wiium. Hvaðan fékk hann þetta ættarnafn?
Spurningunni svarar Helgi Gíslason á Hrappsstöðum þannig:
„Foreldrar Kristjáns eru bæði komin af Bóel Jensdóttur sýslu-
manns Wíum.“ Þetta rekur Helgi hér nánar. Hann segir:
Sigurður Eyjólfsson, sonur Eyjólfs „spaka“ í Eyvindarmúla í
Fljótshlíð, og kona hans, Bóel Jensdóttir, fluttu til Austurlands og
bjuggu síðast á Surtsstöðum í Hlíð. Dóttir þeirra var Ingibjörg kona
Jóns prests Brynj ólfssonar á Eiðum. Sonur þeirra var Sigurður
Jónsson sem fyrstur sinna kynsmanna bjó í Njarðvík og átti 27
börn, enda var hann tvígiftur. Fyrri kona hans var Kristín María
Sigfúsdóttir prests í Ási Guðmundssonar, og bar hæst af börnum
þeirra Jóns Sigurðsson fræðimann og þjóðsagnaritara í Njarðvík.
Níels faðir Kristjáns var Jónsson Níelssonar Jónssonar Brynjólfs-
sonar, en móðir hans, Kristín María, var dóttir Jóns fræðimanns Sig-
130
MÚLAÞING