Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 137
ur dó hann ungur, en þó uppkominn maður. Hallur var lengi organ-
isti í Hjaltastaðakirkju og hreppstjóri sveitarinnar.
Lítinn kost mun Kristján hafa átt á því að læra tónlist annars
staðar en í heimahúsum. Þó var hann á unglingsárum sínum vetur
eða vetrarpart á Seyðisfirði hj á Davíð Ostlund, ágætum manni, sem
rak þar prentsmiðju og gaf út blað á þessum árum.
Oddný telur að tilgangur Kristjáns með þessari ferð hafi verið
að læra prentiðn. Lítið varð þó úr því námi, hvað sem valdið hefur.
Hvarf hann aftur heim til fósturforeldra sinna.
Líklegt er að á heimili D. Ostlunds á Seyðisfirði hafi verið iðkuð
tónlist. Hvað sem því líður, er það víst að Kristján náði mikilli leikni
í að spila á orgel og var afburðalaginn að kenna orgelleik. Er
ánægjulegt að minnast þess hve hýr og hugfanginn Kristján sat
stundum við orgelið heima hjá sér, einkum ef einhverjir höfðu
safnazt til hans til þess að syngja. Þá var eins og hann yrði frá sér
numinn og ekkert væri til nema söngur og tónar .
Oddný kona Kristjáns er dóttir þeirra Fagradalshjóna, Sveins
og Ingileifar. Þau eru áður nefnd, en nú segi ég þetta:
Sveinn var fjölhæfur myndarmaður. Hann var afkastamaður til
allra verka, enda hár og þreklegur. Hann orti ljóð, samdi lög og lék
á orgel. Ingileif var áhugasöm um búskap, mild í skapi, glaðvær og
gestrisin.
„Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni“ segir gamalt orðtak. Odd-
ný er mikilhæf kona, greind, kjarkmikil og bjartsýn. Leiðir Kristjáns
og Oddnýjar lágu fyrst saman á Kóreksstöðum. Fór Oddný þangað
um tíma til þess að læra orgelleik hjá Halli. Var eðlilegt að hugir
Kristjáns og hennar hneigðust saman, svo lík voru þau að lífsskoðun
og trú, og söngur og tónlist var sérstakt áhugamál beggja.
Kristján og Oddný giftust árið 1906. Það ár og það næsta voru
þau ýmist á Kóreksstöðum eða í Fagradal, þó meira í Fagradal
1907. Árið 1908 flytja þau inn á Vopnafjörð. Voru hjónin Krist-
björg systir Oddnýjar og Þórhallur Sigtryggsson maður hennar bú-
sett þar á þessum árum. Þórhallur stundaði verzlunarstörf. Síðar
varð hann kaupfélagsstjóri á Húsavík.
I fundargerðabók Vopnafjarðarkirkju sem byrjar 1908 segir að
ráðinn hafi verið organisti við kirkjuna, Kristján N. Wíum fyrir
MULAÞINQ
133