Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 146
febrúar gekk fólkið á Stekk til hvílu á venjulegum tíma nema vinnu-
konurnar GuSný og Margrét, sem að afloknum störfum fóru aS
skrifa bréf. Voru þær nýháttaSar þegar flóSiS skall yfir bæinn.
Taldi GuSný aS þá hefSi klukkan veriS farin aS ganga tvö. Eftir
aS flóSiS hafSi gengiS yfir bæinn gátu þau talast viS GuSný, Mar-
grét og Eiríkur. Hann gat nokkuS hreyft sig en Guðný lítið. Að
þeim þrengdi ekki neitt, en Margrét kvartaði sáran. Ofan á höfði
hennar og brjósti lá skápur sem staðið hafði á höfðagafli rúms henn-
ar. LifSi hún við harmkvæli fram á föstudagskvöld. Voru þá liðin
nær tvö dægur frá því flóðið gekk fram yfir bæinn. LeiS svo nóttin
og fram yfir hádegi á laugardag. Voru þá liðin þrjú dægur, um 35
—36 klukkustundir, án þess að vitnazt hefði hvað hér hafði gerzt.
Ekki hafði sézt á milli bæja undanfarna daga fyrir illviðri.
I Heimabænum í Njarðvík hafði Níels snikkari verið veðurteppt-
ur. Hann var á leið til Héraðs. Er hríðinni létti á laugardag, bjóst
hann til ferðar. ÓfærS var orðin mikil. Gekk hann því út að Stekk,
þeirra erinda að fá þar lánuð skíði. Leizt honum þar dapurleg að-
koma og hugði í fyrstu aS þar væri enginn á lífi þar sem baðstofan
virtist gjörfallin. Leitaði hann þó fyrir sér hvort hann yrði nokkurs
lífs var. Náði hann þá sambandi viS Eirík. Sagði hann Guðnýju á
lífi en taldi alla aðra dána. HraSaSi Níels sér heim til Njarðvíkur
og sagði tíðindin. Brugðu heimamenn þegar við til hjálpar. Var
rösklega unnið að því að moka til og rjúfa bæjarrústirnar. Kom
þá í ljós að Guðmundur yngri var auk þeirra Eiríks og Guðnýjar
einnig á lífi. Höfðu sperrurnar yfir rúmi hans lagzt á ská af veggn-
um og fram yfir rúmið.
Voru þessi þrjú flutt í skyndi heim í Njarðvík til hjúkrunar og
síðan líkin sex að tölu, sem stóðu þar uppi í frammihúsi þar til þau
voru jörðuð í NjarðvíkurkirkjugarSi, öll í sömu gröf.
Engar sagnir eru um að snjóflóð hafi fallið þarna áður, þó hefur
ekki verið reistur aftur bær á Stekk.
Frásögn þessi af snjóflóSinu og afleiðingum þess er skráS sam-
kvæmt því sem ég heyrði móður mína1 og annað samtímafólk segja
frá þessum atburðum.
1 Sigríður Eyjólfsdóttir, bróðurdóttir Sesselju Þorkelsdóttur er fórst í snjó-
flóðinu. S. Ó. P.
142
MULAÞING