Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 148
aði sjór í skútunni. Þó náðist nokkuð af matvöru óskemmt og áÍna-
vara. Miklu af blautu korni var skipað upp og sett í hauga í fjör-
unni. Yarð þetta til bjargar skepnum hér og víða í grennd, því víða
var orðið bjargarlítið bæði fyrir menn og skepnur. Hafísinn var
mikið laus og á reki til og frá. Komu bátar bæði sunnan af Fjörð-
um og norðan frá Vopnafirði og Bakkafirði. Sagt var að troðnar
slóðir hefðu verið um öll skörð sem fær voru milli Borgarfjarðar
og nærsveita. Hafði frétt um strandið borizt sem hvalsaga á ótrú-
lega skömmum tíma. Var talið að hér hefði verið saman komið um
1000 aðkomumanna suma uppboðsdagana.
Þá var hér við sjóinn engin byggð, nema einn lítill torfbær,
Bakkagerði. Næsti bær var Bakki skammt upp frá sjónum.
Eitthvað mun hafa borið á því, að hey væri tekið án leyfis og
ekki gengið vel um, því þau orð voru höfð eftir Eyjólfi bónda Þor-
kelssyni í Gilsárvallahjáleigu, að það væri vorkunnarmál þó menn
tækju sér tuggu handa hungruðum hestunum, en hitt væri ófyrir-
gefanlegt, að fara illa með heyið.
Ekki munu hreppsbúar hafa misst af fénaði þetta vor svo telj-
andi væri eða á næstu árum, því 1891 eru framtaldar ær með
lömbum 1233.
Vorið 1892 kom svo enn eitt stóráfallið. Þá voru framtaldar ær
með lömbum aðeins 403. Hafa því farizt um 600—800 lömb. Sum-
arið áður mun heyskapartíð ekki hafa verið hagstæð. Veturinn 1891
—1892 var talinn sæmilega góður. Það voraði snemma 1892, búið
að sleppa fé og túnvinna í fullum gangi í vetrarlokin. Hjá Armanni
bónda á Snotrunesi var t. d. túnvinnu lokið síðasta vetrardag.
Með sumarkomu dreif niður ódæma snjó og hélzt ótíð í margar
vikur. Hey gengu víðast fljótlega til þurrðar. Af Héraði fréttist um
minni snjó. Ráku bændur geldfé og síðbærar ær til Héraðs, og þar
sem verst var ástatt var farið með nær allt féð. Reyndist þetta mis-
jafnlega. Þar sem féð var nógu vænt urðu ótrúlega lítil afföll, en
hitt var til að ekkert lamb lifði, þar sem ær voru lélegar undan vetr-
inum — og sumstaðar líka afföll á fullorðna fénu. Misjafnt hefur
það líka verið hvað menn voru úrræðagóðir.
Með Gilsárvallaféð fór Jón bóndi Stefánsson norður að Hóli í
Hjaltastaðaþinghá. Á leiðinni varð hann veðurtepptur með féð á
144
MULAÞING