Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 154
fjallsins er skriða, blanda af grjótmulningi, leir og mold. Þar eru
kröpp gil eftir smálæki, urðarkambar á milli, víðast ógróið yfir að
líta ,en þó sums staðar grasi og lyngi vaxnir hjallar og hvergi ófærir
hamrar eða klettahleinar alla leið í sjó. Enginn bjargfugl vegna um-
ferðarinnar.
Leiðinni milli Njarðvíkur og Snotruness má skipta í fjóra aðal-
hluta eftir landslagi.
1) Sé lagt upp frá Njarðvík liggur leiðin út með víkinni að
sunnanverðu um gróin hallalítil hlaup á mjóu undirlendi, eiginlega
hjalla, milli fjalls og fjöru. Þessi undirlendisræma mjókkar þegar
nær dregur Skriðunum og er á tveimur stöðum sundurskorin af
þröngum lækjargiljum — Heimastagil og Miðgil heita þau. Þetta
svæði er venjulega kallað á Skriðum og endar við Naddagil, en svo
heitir nyrzta gilið í Skriðunum sjálfum.
21 Skriðurnar eru eiginlega sveif í fjallið, og við Naddagil
liggur vegurinn nokkuð hátt fram á brún og þverbsygir inn í þessa
sveif. Spölkorn ofar slúta fram hamrar, en neðan við er mjó fjara
er Krossfjara heitir og nær suður undir miðjar Skriður undir frem-
ur lágum klettum. Fram í fjöruna skagar á einum stað klettabrík,
Krosshlein eða Hlein. Sunnan við hana er hættustaður fyrir fé í
þarasælli fjöru, þegar það teppist vegna brims sem fljótt gerir ó-
færan forvaðann undan hleininni.
Upp af Krossfjöru, sem nær frá krossinum og vel norður fyrir
Naddagil er kallað Norðurskriður og blasa þær við af Naddagils-
horni. Af horninu er gott útsýni inn yfir norðanverða Njarðvíkina,
fjöllin út með víkinni að norðan, Skálanes sem teygist grasi vafið
fram í víkurmynnið, skriður innan við það margvíslega litar og snar-
brattar, og fjöllin og dalina, lyngi og grasi vaxið hið neðra, en
skriðurunnið ofar, mikið af grænu, brúnu og næstum hvítu líparíti.
Fjöllin eru að mestu úr blágrýti, en víða er eins og hellt hafi verið
ljósgrýtinu yfir kollinn á þeim og það síöan runnið niður af í allar
áttir. Þau eru: Skjaldarfjall yzt, Skjaldardalur, Tóarfjall, Skemmu-
dalur upp af Njarðvíkurbæ, Kerlingarfjall, Göngudalur með gamla
veginum til Héraðs og símalínunni, Grjótfjall. Þá er undirlendiö og
sandurinn bogadreginn milli fjallanna, og úti á víkinni nokkur
svört sker upp úr grænum sjó, Gunnarssker. Frá Skálanesi og yfir
150
MULAÞING