Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Side 155
undir Skriður á Gunnar Þiðrandabani að hafa synt á flótta. Handan
Njarðvíkur og út og upp af Skálanesi eru háir kollar sem heita
Hnausar, þar liggur leið út á Afrétt og Brimnes með Kögurvita, en
uppi í klettum er Grenjahjalli þar sem stefnivargar voru drepnir
með silfurhnöppum. Fram undan, af Naddagilshorninu, eru Skrið-
urnar, efst svartir klettar, nokkuð óárennilegir neðan frá að líta,
en ekki eins ógreiðfærir við nánari kynni, þá urðin svört og gróður-
laus með ruddum vegi um kamba og gil, síminn ofar, krossinn nú
úti á horni, sjórinn fyrir fótum ferðamanns, þaraflúðir, flekar af
úandi æðarfugli, og þegar lygnt er og ládautt sjást froðurákir liggja
út um allan sjó, það eru álfaslóðirnar eða álfabrautirnar, þjóðvegir
hugarflugs. I suðri er austursíða Borgarfjarðar, Hafnarfjall og bær-
inn Höfn þar sem Árni Gíslason bjó og synir hans Hafnarbræður.
Segja má að mjór undirlendishjalli teygist allt frá Krossgili
og suður til Borgarfjarðar, en þverskorinn af mörgum giljum, og
vegurinn liggur ýmist eftir eða framan í honurn. Milli Krossgils og
syðsta gilsins í Skriðunum, sem er nafnlaust, er æði stór, gróinn
hjalli, Krossjaðar. Hann teygist upn í mjóa totu milli giljanna uppi
undir klettum, en breikkar mjög neðar. Yerður sveif í hann fram-
anverðan rétt sunnan við krossinn. Þar heitir Bölmóður sveifin og
fjaran. Yfir fjörunni eru há klettahvolf og síðan brött urð upp á
hjallabrún. Um þessa urð liggur vegurinn, en síminn uppi á hjalla-
brúninni. Niðri í fjörunni ganga þrjár klettahleinar fram í sjóinn.
Þarna eru landamerki Ness og Njarðvíkur, en þrætuland því að eng-
inn veit við hverja hleinanna er miðað. Oft rekur í básana milli
hleinanna. Sunnan við Bölmóð er gilskora áður umgetin, nafnlaus.
Á suðurbarmi hennar lýkur hinum eiginlegu Skriðum, enda er þá
komið á gróið land.
3) Þar taka við Jaðrar svokallaðir, grónir hryggir með gilskor-
um, og ná suður að Skriðuvík. Gamli vegurinn lá þarna neðar en
bílvegurinn nú, og sést vel til hans víðast hvar. Troðningar yfir
hryggi og gil. Nyrzt á Jöðrunum er dálítill mýrarhvammur. Hann
heitir Aðgerðahvammur. Þar var lagað á hestum ef við þurfti, settir
upp broddar á vetrardegi og gert að böggum áður en lagt var í Skrið-
urnar. Rétt norðan við hvamminn var einhver varasamasti bletturinn
á þessari leið, Naumaskot. Vegurinn lá þar tæpt á upp undir 20 m
MÚLAÞING 151