Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1971, Page 159
kvars og „glossasteinar“ til og frá, en sjálfur fjallsendinn er hlaðinn
upp úr blágrýtislögum eins og annars staðar á Austurlandi og rákir á
milli.
Það má ímynda sér að rétt yfir sjávarmáli hafi endur fyrir löngu
verið misbreiður flötur eða láglendisræma. Ef til vill marbakki sem
lyftist úr sjó. Síðan hafi hrunið aur og grjót úr fjallinu niður á lág-
lendisræmuna og hlaðizt upp. Þar sem ræman var breiðust hafi
myndazt hallalítil framhlaup er greru upp, en þar sem mjóst var og
mestur munur á breidd ræmunnar og hæð fjallsins, svo brattar skrið-
ur að ekki náði til að gróa, vegna bratta, vatns- og aurrennslis og
grjótshruns. Skriðan hafi lagzt þannig yfir ræmuna (marbakkann
eða hvað það nú er) eins og sæng er tærnar einar standa nú niður
undan sem klappir og hleinar er brimið hefur fyrir löngu náð að
þvo og snyrta, en heldur þó jafnan áfram sínum sleikjuskap.
Gróðurlendi er yfirleitt vaxið fremur lágu valllendisgrasi, mosi
víða, lyng áberandi á Jöðrunum einkum ofan til, þaragróður á
flúðum, bjalla og þang, en mestur hlutinn er gróðurlaus. Fé unir
sér vel þarna niður við sjó og uppi um brekkur, en landið þykir þó
rýrt til beitar.
Nokkrar frásagnir um Njarðvíkurskriður
Olavius 1776: — Milli Njarðvíkur og Borgarfjarðar liggur leið,
sem heitir Nj arðvíkurskriður. Er þar einn hinn hættulegasti vegur á
Islandi, því að bæði er J>ar snarbratt og gatan svo mjó, að sá sem
fer þar um sér ekkert annað en grængolandi sjóinn og hvítan sand-
botn hans fyrir neðan sig. Þess vegna er það, að sumir, sem er
svimagjarnt og óvanir leiðinni, láta binda um sig reipi og leiða sig af
tveimur fylgdarmönnum yfir hættulegasta hluta leiðarinnar. Á miðri
leiðinni er lítill trékross. Þar lesa ferðamenn faðirvor eftir gömlum
sið og í tilefni af þeirri áletrun, sem á krossinum stendur: Effigiem
Christi qui transis pronus honora. — (Olafur Olavius Ferðabók,
þýð. Steindór Steindórsson, II. b. bls. 121).
Páll Melsteð sagnfræðingur, endurminning frá 1821—31: — Milli
Borgarfjarðar og Njarðvíkur í Norður-Múlasýslu gengur fjall fram
MULAÞING
155